Hollenska teymið

V@WDCH1-03

Maarten Reckman
Director at Het Idee

Ég byrjaði sem félagsráðgjafi.  Fyrir fjórtán árum stofnaði ég fyrirtækið Het Idee (Hugmyndin).  Het Idee einbeitir sér að ráðgjöf, þróun og að reka verkefni á félagsmálasviði.  Sérstaklega það sem varðar virkni, nám í starfi, nám og endurkomu á vinnumarkaðinn, við höfum unnið að mörgum verkefnum á því sviði.  Þetta hefur náðst með því að leiða saman ríkisvald, skólafólk, vinnuveitendur (oft samtök þeirra) og ýmsar stofnanir þjóðfélagsins.  Þetta gefur tækifæri til að vera í sambandi við marga mismunandi aðila sem hægt er að stilla saman m.a. starfsnámsskóla, fyrirtæki og samtök.  Þegar unnið er með þessum aðilum kemur oft fram fjarlægð milli þeirra og stundum misskilningur milli starfsnámsskólanna og vinnuveitendanna.  Stundum sést vilji til samstarfs en það nær einungis til þess að skipta með sér verkum.  Það á eftir að taka skrefið í átt að raunverulegri samvinnu og sameiginlegri ábyrgð.  Niðurstöður og ráðleggingar úr VET@work verkefninu komu út frá vilja ólíkra aðila til að vinna saman.  Af hverju viljið þið vinna saman?  Hvernig viljið þið vinna saman?  Og hvað hefur þú að bjóða hinu fyrirtækinu eða stofnuninni?  Þetta eru spurningar sem koma upp þegar við tölum um raunverulega samvinnu.  Niðurstöður VET@work verkefnisins gefa góða innsýn í það hvernig er hægt að ná raunverulegri samvinnu.  Það sýnir hvernig er hægt að brúa bilið milli skóla og vinnustaða.

Stofnunin Welzijn Lelystad þjálfar nemendur með sérþarfir til að komast inn í starfsmenntaskólann ROC Flevoland í Lelystad.  Sem vinnuleiðbeinandi hjá Werkconnectie er ég að leiða fólk sem ekki er á vinnumarkaði í áttina að þátttöku á vinnumarkaðinum.  Sem óháður stuðningsaðili er ég við hlið skjólstæðingsins við að móta beiðni hans um aðstoð hjá þeim sem greina þarfir og veita umönnun.  Til viðbótar er ég líka sjálfboðaliði í stjórn skrifstofu jafnréttis í Flevolandi og hjá Stofnun um fjölvirknisetur í Harderwijk.  Vegna þessara samfélagsverkefna var mér boðið að taka þátt í Evrópuverkefnum í gegnum Het Idee.  Þar hefur farið fram örvandi og uppbyggilegt samstarf og  þekkingarmiðlun sem örvar mann til að hugsa og vinna á þínum sviðum.

Góð kennslufræðileg samvinna milli starfsnámsskóla og vinnuveitenda er mikilvæg fyrir þroskun nemenda.  Slík gæða samvinna tryggir að námsumhverfið verður öruggt og að neminn þroskist meira.

Að taka þátt í VET@work sýnir ólíkar hliðar á samvinnunni og sýnir mér mismunandi hliðar á stöðunni.  Til dæmis hef ég áttað mig á vandamálum sem kennarar glíma við þegar kemur að samvinnu og ég skil þetta betur núna.  Við mín störf leiðir þetta til betri samskipta og samvinnu við skólann.  Við vinnum mun betur saman núna við að nálgast og leysa vandamál.  Þetta leiðir til betri tækifæra fyrir nemendur að fá þjálfun og læra af henni.

V@WDCH1

Myriam Purperhart
Het Idee

V@WDCH3

Brenda Bos
Staff Consultant
Stichtung Welzijn Lelystad

Ég bý og vinn í Lelystad.  Ég hef verið að vinna hjá stórri félagsstofnun, Welzijn Lelystad í nærri tuttugu ár.  Welzijn Lelystad tengir fólk saman. Við tengjum saman fólk sem þarfnast aðstoðar við fólk sem vill veita aðstoð.  Markmiðið er að styrkja þátttöku almennings sem mun leiða til styrkara samfélags.  Samfélags þar sem allir geta tekið þátt.  Markhópurinn okkar er mjög fjölbreyttur, flóttamenn, ungt fólk í umönnun, einmana aldrað fólk og ungt fólk.

Sem mannauðsstjóri er ég ábyrg fyrir þjálfun og námi á vinnustað.  Ungt fólk sem er í vandræðum að finna vinnu er sérstaklega velkomið til okkar.  Welzijn Lelystad lítur þess vegna á það sem skyldu sína að breiða út boðskapinn um að þessi hópur eigi skilið tækifæri.  Við vonum að við getum boðið þeim skref í átt að góðum starfsferli vegna þess að þessi hópur er hæfileikaríkur.

Þetta er fyrsta alþjóðlega samstarfsverkefnið sem ég tek þátt í.  Mér finnst áhugavert að sjá hvernig vinnuveitendur og skólar frá mörgum löndum vinna að þessu málefni.  Ég hef lært mikið af fólkinu sem tekur þátt í verkefninu og ég tek alltaf lærdóminn með heim og ræði við fólkið í kringum mig.  Við höfum gert margar tilraunir í framhaldi af hugmyndunum sem hafa komið fram í verkefninu.  Saman náum við meiri árangri en þegar við erum hvert í sínu lagi.  Þegar ég er ekki að vinna hjá Welzijn Lelystad er ég ráðgjafi hjá fyrirtækjum, sérstaklega í veitingageiranum, ég spila tennis, les, ferðast, versla og finnst gaman að elda.

Scroll to Top