Breska teymið
Philip byrjaði að vinna að Evrópusamstarfi árið 2002 og býr að langtímatengslum við samstarfsfólk í mörgum verkefnum, meðal annars þeim verkefnum sem hafa leitt til VET@work.
Með yfir 30 ára reynslu af framhaldsskólakerfinu og bakgrunn í vísindum og landbúnaði hefur þetta starf leitt til tengsla við nema á samningi, alþjóðlega samstarfsaðila og fulltrúa stjórnvalda og samtaka.
Philip er ákafur fylgismaður náms á vinnustað og nú sérhæfir hann sig í stjórnun og því hvaða áhrif liðveisla og stuðningur hefur á námsumhverfi í atvinnulífinu.
“Það er ekki bara að Evrópuverkefni hafa veitt mér tækifæri til að ferðast og sjá frábæra staði og stofna vináttusambönd heldur hef ég fengið að kynnst og hugsa um margvíslegar hugmyndir um menntun og nám. Eitt af því sem ég hef lært er að við glímum öll við það sama og saman getum við greint frá reynslu okkar og komið til baka með nýjar hugmyndir og aðferðir sem við getum nýtt á heimavelli.”
Adele er sérkennari við framhaldsskóla og vinnur oftast ein með nemum eldri en 16 ára sem glíma við sérþarfir í námi.
Hún hefur þjálfun til að meta gæði þjónustu við viðskiptavini og hefur reynslu af smásöluverslun, þjónustu við viðskiptavini og stjórnun í smásöluverslunum.
Með sína hæfileika í samskiptum hefur hún unnið að Evrópuverkefnum og kom til liðs við VET@work liðið til að gefa hugmynd um sjónarhorn nemans á nám á vinnustað.
Adele hefur áhuga á heilsu og náttúrulegri nálgun á heilbrigði og andlega heilsu, hún er Bowen tæknir og nuddari. Hún hefur notið þess að rækta eigin grænmeti og baka brauð í COVID lokunum.
“Mér hefur fundist það mjög gefandi að taka þátt í verkefninu og fundunum – þótt við gerum hlutina á mismunandi vegu stefnum við öll í sömu átt.”
Adele Broomhead
Broadshoulders Ltd