Hvernig á að byrja?
Í þessum kafla VET@work handbókarinnar má finna upplýsingar, ábendingar og aðferðir sem við prófuðum sem koma manni af stað hvort sem þú ert byrjandi í starfsnámskerfinu eða hefur reynslu af samstarfinu.
Þegar við vorum að prófa aðferðirnar 12 urðum við þess mjög áskynja að við þurfum fyrst að setja sameiginleg markmið og nota samræmt orðalag. Þetta hjálpar okkur að koma upp gagnsæu og uppbyggilegu samstarfi til framtíðar til að starfsnemar öðlist nútíma færni til að ná langt á vinnumarkaði. Við gerðum okkur grein fyrir hversu mikilvægt það er að bæði starfsnámsskólar og atvinnurekendur geri ráð fyrir samvinnu þegar þessar einingar setja fram stefnu og þegar starfsemin er skipulögð á raunhæfan hátt. Samvinnan þarf að vera hluti af því sem er gert en ekki bara stundum á dagskrá.
Þegar við unnum að VET@work handbókinni og sérstaklega við þennan kafla sem lítur á mismunandi leiðir sem starfsnámsskólar og vinnumarkaðurinn
geta notað við að vinna saman, sáum við fyrir okkur brú þar sem þarfir og aðstaða starfsnámsskólanna var öðru megin við brúna og við hinn endann var veruleiki vinnustaðanna. Við (starfsnámsskólarnir og vinnuveitendur) vildum öll það sama að vera með starfsnám sem undirbýr hæfa fagmenn fyrir atvinnulífið. Eins og alltaf þegar um samstarf er að ræða byrjuðum við verkefnið VET@work á að ræða um og vera viss um að við myndum skilja hlutina eins. Við kynntum dæmi um góð vinnubrögð og rifjuðum upp mistök. Allir voru opnir og vildu læra og við vildum bæta okkur við að vera í samstarfi. Við vorum ekki hrædd við að gera mistök eða setja fram hugmyndir sem fengust ekki staðist og við litum á það sem tækifæri til að vaxa.
Ef þú ert óviss um það hversu reynd(ur) þú ert hvað varðar samstarf um starfsnám leggjum við til að þú svarir könnuninni til að meta sjálfan þig.