Um VET@work
VET@work er Erasmus+ KA2 verkefni og fjármagnað af Evrópusambandinu í gegnum Finnsku Landsskrifstofu Menntaáætlunar ES. Verkefnið er framhald af nokkrum vel heppnuðum Leonardo da Vinci og Erasmus+ KA2 verkefnum svo sem: POETE, WorkMentor (sem var útnefnt vel heppnað verkefni) WorkQual og AppMentor (sem vann European Innovative Teaching Award 2021).
Hugmyndin um verkefnið þróaðist á meðan unnið var að AppMentor verkefninu. Við urðum vör við að vinnuveitendur og starfsnámsskóla vantaði sameiginlegt tungumál og verkfæri til að nemar fengju færnina sem atvinnulífið kallaði eftir. Samvinna milli vinnuveitenda og starfsnámsskóla er svo breytileg, að einhverju leyti tilviljanakennd og leiðir ekki til heildrænnar námsreynslu fyrir nemendur.
Við vildum vinna verkefni þar sem bæði starfsnámsskólar og miðstöðvar starfsnáms og vinnuveitendur vinna saman hlið við hlið, gagnsætt og með opnum huga við að uppgötva leiðir til að þessir aðilar geti komið á og unnið með samskipti og samvinnu sem standast kröfur um gæði og gagnsæi. Markmiðið var að prófa ýmsar aðferðir og vinnubrögð sem myndu tryggja að nemar í starfsnámi öðluðust þá færni sem þeir þurfa á leið inn á vinnumarkaðinn.
Á þriggja ára tíma verkefnisins hafa starfsnámsskólar og þeir vinnuveitendur sem voru með haldið reglulega fundi og fjarfundi. Þar var horft á þau atriði og aðferðir sem stuðla að og efla samstarf aðilanna til framtíðar. Á fundunum skiptumst við á hugmyndum og reynslusögum, tókum viðtöl hvert við annað, lærðum af sérfræðingum m.a. nemum, kennurum, vinnuveitendum, starfsmönnum ( starfsmentorum ) á vinnustöðum og fulltrúum miðstöðva starfsnáms sem ekki voru beinir aðilar að verkefninu.
VET@work hópurinn vill þakka öllum sem veittu verkefninu athygli, tíma og lögðu efni í púkkið. Það hversu viljugt fólk var að aðstoða okkur er afar mikilvægt og við erum þakklát fyrir allt sem við heyrðum og sáum. Það er það sem gerir það kleift að birta handbókina sem við erum stolt af.
Markmið okkar hefur verið að aðstoða starfsnámsskóla og vinnuveitendur við að byggja upp betri samstarfsleiðir, hvort sem um er að ræða nýjar leiðir til samstarfs eða þær sem hafa verið nýttar hingað til. Þetta náðist með því að veita upplýsingar um það sem gengur vel, skoða hindranir sem eru núna til trafala fyrir samstarfi og benda á kosti samstarfs í anda VET@work fyrir skólana, nema og vinnuveitendur. Við vildum líka benda á aðferðir og dæmi sem vísa veginn að mismunandi leiðum í samstarfi. Sum dæmin henta betur þegar samstarfið er að byrja og önnur henta betur þeim sem vinna í samstarfi nú þegar. Við birtum líka ábendingar og hugmyndir um hvernig er hægt að skapa áhuga og koma á samstarfsleiðum. Ein aðferðin til þess er að bjóða einfalda könnun á netinu sem mun gefa til kynna hversu tilbúinn vinnuveitandi eða starfsnámsskóli er að vera í samstarfi um starfsnám og starfsþjálfun.
Allt þetta og mun meira er að finna í handbókinni. Við vonum að handbókin geti komið að gagni, verkfæri, aðferðir og ábendingar séu nytsamleg og verði til hvatningar til að hafa samstarf um þjálfun sem hluta af samstarfinu.
Kveðjur: Tanja, Johanna, Klara, Bernadetta, Kirsi, Philip, Adele, Maarten, Myriam, Brenda, Hrafnhildur, Harpa, Hulda, Yveline and Mireille (the VET@work team)