Aðferð 5: Keppum saman

Kynning

Gerið ráð fyrir að læra.  Vinnuveitandi veitir nemanum mikilvæga reynslu við störf til að þróa tæknilega færni.  En það væri líka hægt að taka frá tíma á vinnudeginum / vikunni til að neminn geti sinnt náminu án þrýstings frá því að skila af sér vinnu fyrir vinnustaðinn.

cases common projects

Dæmi um sameiginleg verkefni – keppum saman sem voru prófuð í verkefninu VET@work

Felst í að setja fram  fyrirmæli og verkefni í keppni þannig að allir hafi gagn af, vinnuveitandi, kennari og nemar.

Vinnuveitandi leggur fram verkefni til kennara sem hægt er að láta hóp nema eða bekk vinna.  Til dæmis að þróa markaðsherferð eða merki fyrirtækis.  Nemendur vinna einir eða í smærri hópum að verkefninu sem kom frá vinnuveitandanum og kennari upplýsir fyrirtækið reglulega um það hvernig gengur.  Þegar lausnir eru tilbúnar sýna nemar vinnuveitandanum þær annað hvort á fjarfundi eða í skólanum.  Vinnuveitandinn velur þá eina eða fleiri lausnir sem vinna samkeppnina og mun nýta þær í fyrirtækinu.  Allar lausnir fá endurgjöf og mat og sigurvegarinn fær viðurkenningu þar sem markmiðinu er lýst og endurgjöf frá vinnuveitandanum er sýnileg.

Kennarinn og vinnuveitandi halda fund þar sem rætt er um markmið áfangans og hverjar vonir og óskir vinnuveitandans eru.  Á fundinum ákveða þeir tímamörk og hvernig þeir vinna saman að þessu.  Hugmyndin er að vinnuveitandinn útvegi nemum verkefni sem er í takt við námskrána og að þeir vinni afurð sem fyrirtækið getur nýtt sér.  Jafnvel þótt verkefnið sé unnið í kennslustofu eða í fjarvinnu í umsjón kennara ætti að líta svo á að um sé að ræða raunverulegt verkefni á vinnustað.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Kennarar og vinnuveitandi ræða fyrirlögn verkefnisins á fundi eða fjarfundi.  Kennarar upplýsa  vinnuveitandann um stöuð nemenda varðandi færni þeirra og hvaða færni og hæfni verkefnið ætti að miða við að þroska.  Kennarar og vinnuveitandi semja um tímaramma fyrir verkefnið og hvaða hlutverk hver hefur og sinnir á meðan nemendur vinna verkefnið.  Kennarar og vinnuveitandi semja líka um það hvernig leiðbeiningar kennarar fá og hvernig nemendur fá endurgjöf á meðan þeir vinna að verkefninu.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur ættu að vera virkir í að móta verkefnið, bæði um hvað það fjallar og hvernig það er unnið.  Þetta næst með því að taka þátt í undirbúningsfundum með kennurum starfsnámsskólans.

Framkvæmd

Bæði kennarinn og vinnuveitandinn hitta nemendur í kennslustofu eða á fjarfundi til að kynna verkefnið fyrir nemendum.  Vinnuveitandinn kynnir verkefnið og hvaða afurð er verið að leita eftir.  Þaðan koma líka upplýsingar um til hvers afurðirnar verða nýttar og hver er markhópurinn.  Nemendur eru hvattir til að spyrja og fá upplýsingar um næstu skref og hvernig og hvenær þeir munu geta verið í sambandi við vinnuveitandann og kennarana.  Þegar tíminn er um það bil hálfnaður er haldinn annar fundur í kennslustofu eða fjarfundur.  Þar kynna nemendur hvert þeir eru komnir við að leysa verkefnið  og fá viðbrögð  og tillögur um endurbætur eða breytingar.  Þegar verkefnistímanum er lokið kynna nemendur fullbúnar tillögur fyrir vinnuveitandanum og kennurunum.  Kennarar og vinnuveitandi hittast svo í raunheimum eða fjarfundi til að fara yfir tillögur nemendanna og meta þær og undirbúa umsagnir og tilnefna þá sem skila bestu lausnunum og um leið hvaða lausnir verða nýttar.

Eftir viðburðinn

Vinnuveitandinn og kennararnir hittast til að meta hvernig til tókst, framgang verkefnisins og aðferðir.  Þeir reyna að komast að samkomulagi um það hvað þarf að gera öðruvísi og hvernig er hægt að bæta bæði verkefnið og samvinnuna.

Þetta dæmi felur í sér að nemendur bjóðast til að vera með í keppni um að gera að veruleika garða sem uppfylla ákveðin skilyrði.  Þeir sem vinna samkeppnina taka þátt í framhaldskeppni í héraðinu.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Útbúa þarf lýsingu / teikningu og annað sem felur í sér forsendur og lýsingar á efni og t.d. plöntutegundum.Það þarf að útbúa  leiðbeiningar fyrir keppnina, reglur og matslista.  Bjóða fagmönnum að taka þátt í matinu og einnig opinberum fulltrúum starfsgreinarinnar.  Svona keppni getur verið hluti af náminu en getur líka verið opin fyrir áhorfendur.

Það þarf að dreifa gögnum um verkefnið til nemenda og auglýsa viðburðinn á samfélagsmiðlum svo sem Facebook, Instagram, TikTok og svo frv.

Vinnnuveitandi
Ef vinnuveitendum er boðið að vera með sem dómarar þurfa þeir að lesa gögnin og forskrift fyrir verkefnið og horfa á hönnun nemenda og gefa einkunnir eftir þeim matskvörðum sem eru notaðir.

Nemar
Þurfa að skrá sig í keppnina (hún verður lítils virði ef engir taka þátt).

Nemar þurfa að lesa og setja sig vel inn í verkefnislýsingu og skilmála keppninnar og vita hvernig matið fer fram til að undirbúa sig.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Áður en keppnin hefst þarf að taka á móti fagmönnum, kynna keppnina, reglurnar, kynna nema sem taka þátt og svara ýmsum spurningum sem geta komið upp.

Á hinn bóginn þarf að taka á móti nemendum, minna á reglur, fyrirkomulag og mat á úrlausnum, leiðbeina þeim á réttan stað, sýna hvaða plöntur og efni má nota og svara ýmsum spurningum.

Vinnuveitandi
Þarf að meta þátttakendur allan tímann eftir matslistum sem búið var að ákveða að nota.

Nemar
Þurfa að tryggja að þeir séu sjálfir vel undirbúnir og að koma á réttum tíma til að byrja.  Vita um reglur og nota leiðbeiningar og spyrja áður en byrjað er (hugsanlega ekki leyft á meðan keppninni stendur).

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Safnar saman og birtir niðurstöðurnar, veitir verðlaun til þeirra sem vinna og þakkar þeim sem aðstoðuðu en ekki síst að þakka nemum og vinnuveitendum sem tóku þátt.

Vinnuveitandi
Þurfa að skila inn lokamati og taka þátt í að óska sigurvegurum og öllum nemum til hamingju með árangurinn.  Það er líka gott tilefni til að gefa ráð til nemenda um faggreinina og framtíðarplön.

Nemar
Ættu að halda áfram að vera faglegir með því að ganga frá verkfærum og efnum og taka til eftir sig og leggja mat á afurðina.  Mikilvægt er að nemar taki til greina ráð frá fagmönnum og byggja þannig upp þekkingu og hæfni til að hafa með sér til framtíðar.

Ráðleggingar

Svona atburður getur verið góð leið fyrir starfsnámsskólann til að sýna hvaða færni nemar öðlast í náminu og auka þátttöku og tengsl fagmanna í svona viðburðum.

Fyrir nemendur er þetta góð leið til að ögra sér faglega og nýta tækifærið til að sýna faglega hæfni og hugsanlega eiga meiri möguleika á framtíðarstarfi.

Fyrir vinnuveitendur er þetta gott tækifæri til að meta nema í raunverulegum aðstæðum og uppgötva hugsanlega framtíðar starfsmenn.

Til að þetta takist vel þarf starfsnámsskólinn að hvetja nemendur til að taka þátt og hvetja vinnuveitendur til að koma og styðja sína nema í keppninni.  Tilefnið er hægt að nota til að bjóða öðrum starfsmönnum skólans, fjölskyldum og vinum að koma og styðja og hvetja nemana.  Þess vegna geta opnir dagar verið góður tími til að gera eitthvað svona.  Fjölskyldur, nemar á samningi, fagmenn, starfsmentorar og kennarar geta hist og rætt málin.

Einn hluti námskrárinnar segir að nemar skuli ljúka verkefni á meðan þeir eru í starfsþjálfun á vinnustað.  Þetta verkefni getur verið sérstakt verkefni sem neminn ber ábyrgð á að framkvæma, meta og gefa skýrslu um.  Það getur falist í ýmsum verkþáttum, að kynnast nýrri tækni eða vélum, bera saman mismunandi aðferðir, breytingar á verkferlum eða umbótum á vinnufyrirkomulagi.

Svona verkefni er hægt að nota sem mat á vinnustaðanámi sem tengist líka námskránni.    Á meðan það ætti að vera í takt við námskrána þarf verkefnið líka að nýtast vinnuveitandanum og vera hluti af viðurkenningu á árangri nemans t.d. í nemakeppni.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Það er mikilvægt að semja um verkefni sem er í takt við námskrána og er mikilvægt fyrir vinnuveitandann.  Það þarf að vera raunhæft og þannig að það sé hægt að vinna það innan tímans sem neminn er á vinnustaðnum (byrjun, framkvæmd og verkefni lokið).  Kennarinn gæti beðið alla nemendur að vinna slík verkefni og veita verðlaun eða viðurkenningu fyrir bestu vinnuna.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur þurfa að hugsa til framtíðar varðandi breytingar og áskoranir sem þeir vilja mæta og átta sig á því hvernig þeir útvega nemanum raunhæft verkefni til að fást við.

Nemar
Nemar þurfa að fá upplýsingar áður en þeir byrja vinnustaðaþjálfunina til að átta sig á umfangi verkefnisins.  Það er líka mikilvægt að neminn átti sig á mikilvægi þess að sumar upplýsingar eru viðkvæmar og háðar þagnarskyldu þegar unnið er að verkefni á vinnustað.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Þegar verkefnið er hafið er mikilvægt að halda góðu sambandi við nemann og vinnuveitandann til að tryggja að verkefnið gangi eðlilega og verði hvorki of lítið eða of stórt.

Vinnuveitandi
Þarf að veita nemanum upplýsingar og stuðning við að takast á við verkefnið en ekki vinna það fyrir nemann.  Helst að tilnefna starfsmentor til að hjálpa nemanum að finna svör og aðferðir sem leiða til þess að verkefnið klárist.

Nemar
Þurfa að hafa tíma til að geta unnið verkefnið með öðrum skyldum sínum á vinnustaðnum.   Þetta gæti falist í að hafa aðgang að öðru fólki, rannsaka og skila skýrslu um verkefnið.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Það gæti verið hægt að skipuleggja viðburð þar sem nemar kynna verkefnin fyrir samnemendum og fyrir vinnuveitandanum sem er starfsmentor þeirra í verkefninu.  Verkefnið ætti að vera metið sem hluti af lokaeinkunn nemans.

Vinnuveitandi
Þarf að styðja nemann við að ljúka verkefninu og skila lokaskýrslu og mati.  Þegar hægt er þarf að tengjast við starfsnámsskólann og taka þátt í loka umræðu um verkefnið og kynningu nemans.

Nemar
Oft þurfa nemar að kynna verkefnið og fá mat á bæði verkefnið og kynninguna.  Rétta er að nemar þakki fyrirtæki og öðrum sem aðstoðuðu við að vinna verkefnið.

Ráðleggingar

Það er mikilvægt að tryggja að hægt sé að leysa verkefnið á þeim tíma sem því er ætlað og ekki þurfi meira en til er á staðnum eða auðvelt er á ná í.  Tryggið að öll verkefni séu samþykkt af kennara og vinnuveitanda til að tryggja að það sé raunhæft við þessar aðstæður.

Scroll to Top