Aðferð 9: Vinnuveitandi í kennslustofunni.
Kynning
Að læra af sérfræðingunum?
Það að fá vinnuveitanda eða starfsmentor inn í kennslustofuna sem gesta- eða stundakennara mun gefa nemendum tækifæri til að læra af sérfræðingum af vinnumarkaði. Að bjóða sérfræðingum í skólann leiðir oft til samstarfs og skoðanaskipta í framhaldinu og farveg fyrir raunveruleg vinnubrögð inn í skólann og kennslustofuna. Þetta örvar nemendur og þeir verða áhugasamari fyrir faginu sínu þegar vinnuveitandi eða utanaðkomandi fagmaður verður að fyrirmynd.
Dæmi um vinnuveitendur í kennslustofunni sem voru prófuð í verkefninu VET@work.
Sjúkraliðar í starfi á öldrunarheimili komu í skólann og höfðu kennslustund um einstaklingsmiðaða umönnun vegna þess að þetta var umfjöllunarefni sem vinnuveitandanum fannst að vantaði í námið.
Sjúkraliðunum fannst mikilvægt að ræða um áskoranir í starfinu við nema vegna þess að þau höfðu orðið vör við að nýútskrifaða sjúkraliða virðist vanta innsýn í einstaklingsmiðaða umönnun.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Myndar tengsl við vinnuveitanda til að sammælast um hentugan dag og tíma. Það er líka mikilvægt að tryggja að skipulagning og undirbúningur fyrir viðburðinn taki til kennslustunda, innihalds og verkefna. Það þarf að styðja vinnustaðinn við að undirbúa efnið sem verður notað, samræma tölvukerfi og forrit, taka til pappír, post-it miða, blýanta eða penna, töflutúss og allt annað sem þarf að nota.
Vinnuveitandi
Tengist við skólann og gerir samkomulag um tíma fyrir viðburðinn og hversu lengi hann stendur. Það er mikilvægt að vera sammála um efnið og markmiðin vegna þess að starfsmennirnir eru ekki kennarar og gætu þurft aðstoð við að horfa á það sem þarf að fjalla um.
Nemar
Þurfa undirbúning þegar utanaðkomandi kemur í kennsluna. Nemar þurfa að sýna viðkomandi áhuga og virðingu og þurfa að fylgjast vel með.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Þarf að huga að því að hafa hópinn frekar lítinn þannig að allir geti tekið þátt og hægt sé að blanda saman viðfangsefnum til að nemar haldi athygli allan tímann. Í þessu tilviki tók viðburðurinn um það bil tvær og hálfa klukkustund með hléi.
Mikilvægt að nemar fái tækifæri til að spyrja og hægt sé að aðlaga umfjöllun eftir því.
Vinnuveitandi
Þarf að styðja þá starfsmenn sem gera þetta og vera í sambandi við skólann um kennsluefni og markmið með kennslunni.
Nemar
Mikilvægt er að nemar sýni áhuga og virðingu við gestina og átti sig á því að þeir eru fulltrúar verðandi vinnuveitanda, fagleg hegðun er því mikilvæg. Best er að nemar séu tilbúnir til að spyrja spurninga og reyni að fá sem mestar upplýsingar frá gestinum og mögulegt er.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Athugið ábendingar og endurgjöf frá vinnuveitanda og nemum eftir viðburðinn. Oft þarf tíma til að komast í gegnum nýjar upplýsingar og nemar geta þurft fundi/kennslustundir með kennara til að ná utanum upplýsingarnar frá gestinum.
Vinnuveitandi
Fagmennirnir ættu að velta heimsókninni fyrir sér og líta á þau atriði, jafnvel smáatriði, sem væri hægt að bæta fyrir næstu skipti.
Nemar
Nemar ættu að kunna að meta tækifæri til að skiptast á hugmyndum við fólk sem hefur beina reynslu og kemur með sjónarhorn vinnustaðar.
Ráðleggingar
Það þarf að viðurkenna að vinnuveitandi eða starfsmaður fyrirtækis sem kemur í kennslustund er ekki endilega vanur kennari og skólinn þarf að aðstoða viðkomandi.
Þegar hægt er, ætti að nota raunveruleg dæmi, myndir, myndbönd, hljóð og sögur. Slíkt efni eru áhugaverð og bjóða upp á að læra margt. Best er að hafa hópinn ekki stærri en 20 manns því annars verður erfiðara að ná virkni nemenda.
Það er mikilvægt að fá viðbrögð eftir viðburðinn til að tryggja að slíkar heimsóknir haldi áfram að takast vel vegna þess að þær auka gildi námsins með því að færa námið nær starfsgreininni.
Fáið vinnuveitanda til að koma í kennslustofuna og fjalla um faglegt málefni. Í þessu tilviki var bekkurinn að vinna við tæknilegt mál sem byggðist á sérstöku úrlausnarefni í fyrirtæki. Nemarnir unnu í hópum að verkefninu og kynntu það fyrir vinnuveitandanum sem gaf ráð, leiðrétti og ræddi viðfangsefnið við bekkinn.
Hópurinn gæti farið fyrst í heimsókn á vinnustað eða byggingarstað, þetta eykur innsýn í úrlausnarefnið og er góð byrjun á vinnu við það. Í annað skiptið vinna nemar í hópum og leggja fram lausnir á úrlausnarefninu.
Í þriðja hluta vinnunnar heimsækir vinnuveitandinn skólann aftur, nemar kynna lausnir sínar og ræða þær við vinnuveitandann sem leggur fram sitt mat.
Til dæmis: Endurskipuleggja vinnuna á bóndabænum til að hafa meiri frítíma.
- Nemar heimsækja bæinn, ræða við bóndann og safna þeim gögnum sem þeir þurfa.
- Í skólanum vinna nemar í hópum við að skoða viðfangsefnið og leggja fram tillögu.
- Nemarnir kynna greininguna og tillögur um nýtt skipulag fyrir bóndanum í skólanum. Hver hópur fær greiningu og viðbrögð bóndans, kennara og annarra hópa.
- Hver nemi og kennarinn leggja fram viðbrögð og mat á því sem fram fór og hvað þeir lærðu af því.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Skólinn verður að funda með fagmanninum fyrirfram til að undirbúa og gera samkomulag um umfang og svið verkefnisins sem á að leysa.
Vinnuveitandi
Vinnuveitandinn þarf að leggja fram eins miklar upplýsingar og samhengi um það sem þarf að leysa á vinnustaðnum og þarf til að nemar geti greint og lagt fram lausnir.
Nemar
Ættu að safna eins miklum bakgrunnsupplýsingum og þeir geta um faglega þætti áður en þeir fara af stað til að greina vandamálið svo þeir skilji það sem bóndinn er að fást við.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Viðburðurinn fer fram í þrem skrefum: Heimsóknin, hópavinnan og kynning og skýrsla til vinnuveitandans ásamt viðbrögðum frá honum. Starfsnámsskólinn þarf að vera í sambandi við vinnuveitandann um hagnýta hluti varðandi heimsóknina og greininguna.
Vinnuveitandi
Þarf að vera viðbúinn því að svara mörgum spurningum og veita faglegar og tæknilega upplýsingar um viðfangsefnið.
Nemar
Þurfa að nýta tímann sem allra best á bóndabænum/vinnustaðnum til að safna upplýsingum og spyrja vinnuveitandann.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Þarf að skoða tillögur um lausnir, kosti þeirra og galla, til að aðstoða nema við að skilja nálgun þeirra að viðfangsefninu og hvernig þeir geta bætt sig fyrir næsta skipti.
Vinnuveitandi
Þarf að taka þátt í og vinna með skólanum til að taka við lausnum frá nemum og veita þeim endurgjöf á styrkleika þess sem þeir færa fram.
Nemar
Mikilvægt er að þeir hugsi um nálgun þeirra að viðfangsefninu og hvað þeir hafa lært um tæknilega þætti og raunverulegar aðstæður sem við er að eiga á vinnustaðnum.
Ráðleggingar
Þetta getur verið mjög gefandi reynsla en þarfnast mjög góðrar skipulagningar og góðra tengsla við vinnuveitandann. Það þarf að velja viðfangsefni eða vandamál sem hægt er að skilja og skoða innan þess tíma sem ætlaður er og býður uppá nokkrar mismunandi lausnir.
Veljið einstakling frá vinnustaðnum sem líður vel að tala við hóp og einhvern sem nýtur þess að þjálfa ungt fólk. Þegar svo heppilega vill til að einhver er starfsmentor eða leiðbeinandi og líka vinnuveitandi er líklegt að viðkomandi passi vel í hlutverkið.
Það þarf að vinna með viðfangsefnið áður og kynna mörg hugtök og aðferðir til að nemahópurinn fái mismunandi leiðir til að leysa vandamálið.
Best væri að hægt sé að stýra hópunum í mismunandi áttir við að leysa verkefnið til að fá breiðari umræðu eftir að lausnirnar hafa verið kynntar.
Það er mjög verðmætt að fá vinnuveitanda í skólann til að hitta hóp af nemum og deila með þeim reynslunni af því að vinna í ákveðinni starfsgrein. Það sýnir hvernig þekking og færni er nýtt við raunverulegar aðstæður og gerir fræðilega umfjöllun lifandi í gegnum gestafyrirlesara.
Dæmið sem er rakið hér fjallar um að kennari við landbúnaðarskóla var að kenna húsdýrahald, sérstaklega að fóðra mjólkurkýr sem hluta af fóðurfræði áfanga. Kennarinn gat tengt fóðurfræði fyrir dýr við það hvernig er hægt að mæta mismunandi kröfum um framleiðslu. Þekktum vinnuveitanda var boðið í kennslustofuna til að útskýra hvað þetta merkir í atvinnulífinu og hvernig þarf að fara að við að fóðra mörg dýr við þær aðstæður að kreppa ríkir og þegar um er að ræða stórar framleiðslueiningar. Ekki var verið að hunsa fræðin heldur setja þau í samhengi við raunverulegar aðstæður í viðskiptaumhverfi og um var að ræða aðila sem var að vinna frumkvöðlastarf. Það er líka hægt að gera þetta til að útskýra raunveruleg viðfangsefni og lausnir í viðskiptaumhverfi. Bóndinn gefur hagnýta nálgun á það hvernig fræðileg þekking er nýtt í veruleikanum.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Þarf að vera í sambandi við vinnuveitandann til að leggja niður hvaða væntingar og markmið er hægt að vinna með – líka hvað gesturinn fær út úr heimsókninni.
Vinnuveitandi
Þótt viðkomandi hafi mikla reynslu er ekki víst að hann sé góður í að kynna efnið fyrir framan hóp. Það þarf að vanda valið á gestinum og upplýsa viðkomandi þannig að öruggt sé að kynningin sé áhugaverð, örvandi og á réttu stigi fyrir nemendahópinn.
Nemar
Þurfa að fá undirbúning þar sem verið er að fá utanaðkomandi til að koma í heimsókn og hægt er að vænta þess að nemar sýni áhuga og virðingu við gestinn.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Stundum getur vinnuveitanda fundist óþægilegt að spjalla við hóp þannig að það er best að styðja viðkomandi með því að undirbúa með honum spurningar og dæmi um hvað þeir gera – ef mögulegt er að aðstoða viðkomandi við að útbúa kynningu eða myndband af því sem þeir gera.
Vinnuveitandi
Vertu viss um að þú notir eins mikið af raunverulegum dæmum af vinnustaðnum og mögulegt er til að sýna viðbótarvídd af námskránni.
Nemar
Þurfa að vera kurteisir við gestinn. Nemar þurfa að sýna áhuga og virðingu við gestinn og átta sig á að þar er á ferðinni fulltrúi framtíðar vinnuveitanda og nemar þurfa að sýna faglega framkomu. Nemar þurfa að spyrja og vera virkir í að ná eins miklum upplýsingum frá gestinum og mögulegt er.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Mikilvægt er að fá viðbrögð frá gestinum og nemendum eftir viðburðinn. Oft þarf tíma til að komast í gegnum allar upplýsingarnar sem komu fram og það gæti þurft að hafa fund með vinnuveitandanum og kennaranum til að skoða vel hvað fór fram.
Vinnuveitandi
Fagmennirnir ættu að hugsa um viðburðinn sjálfir og koma auga á þau atriði sem þarf að bæta fyrir komandi kynningar.
Nemar
Þurfa að læra að meta það að fá tækifæri til að skiptast á hugmyndum við fólk með reynslu og út frá sjónarhorni vinnustaðar.
Ráðleggingar
Það þarf að velja rétta aðilann úr atvinnulífinu – heimsóknin getur orðið flöt og lítið spennandi ef ekki er um rétta aðilann að ræða.
Undirbúðu vinnuveitandann, gerðu grein fyrir því hvaða hóp er um að ræða, hvar þau eru stödd í náminu og hvað það er sem þú vilt fá út úr heimsókninni.
Undirbúðu hópinn, fáðu þau hvert og eitt til að undirbúa spurningu, ræddu um það hvernig við sýnum gestinum virðingu og fáðu einhvern úr hópnum til að sjá um að þakka viðkomandi fyrir komuna.