Aðferð 10: Að fylgjast með
Kynning
Gagnkvæmt nám! Sendið kennarann á vinnustað til að læra um núverandi ástand og bjóðið vinnuveitendum og starfsmentorum i skólann svo þeir átti sig á því hvernig námið fer fram og nái betri skilningi á því hvernig starfsmenntakerfið virkar.
Dæmi um Að fylgjast með sem voru prófuð í VET@work verkefninu.
Kennurum finnst stundum að þeir hafi fjarlægst vinnustaði og að þeir þurfi að kynnast raunveruleikanum og nýjungum á vinnustað. Með því að bjóða kennurum tækifæri til að finna viðeigandi fyrirtæki til að ná námsmarkmiðum þeirra og skólans myndu kennarar ekki bara geta þróað faglega færni. Þeir myndu líka ná dýpri samböndum og samvinnu við vinnuveitandann og starfsmenn fyrirtækisins. Þeir gætu leiðbeint starfsmentorum á meðan þeir dvelja í fyrirtækinu og þeir verða færari í að undirbúa nema sem vilja stunda vinnustaðanám þar sem kennarinn hefur verið.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Skólinn og kennarinn skipuleggja tímabil og markmið með vinnustaðadvöl kennarans saman. Það þarf að ræða lengd tímabilsins, hvað kennarinn ætti að gera og hvernig er hægt að koma því við, meðal annars afleysingu fyrir kennarann á meðan og fleira. Kennarinn finnur viðeigandi fyrirtæki, hefur samband við vinnuveitandann og gerir viðeigandi ráðstafanir. Kennarinn er í sambandi við vinnuveitandann áður en tímabilið hefst til að ræða um fyrirkomulag vinnunnar og hvaða verkefni eru við hæfi.
Vinnuveitandi
Vinnuveitandi og starfsnámsskólinn gera samkomulag um vinnustaðadvöl kennara. Vinnuveitandinn gengur úr skugga um að kennarinn geti gert það sem ætlast er til og tilnefnir einhvern úr starfsliðinu til að vera mentor fyrir kennarann. Vinnuveitandinn undirbýr starfsmenn og upplýsir þá um við hvað og hvar kennarinn mun starfa.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Kennarinn vinnur líkt og starfsmaður fyritækisins en fær laun frá skólanum. Á meðan dvölinni stendur þjálfar kennarinn starfsmentora í fyrirtækinu og gerir áætlanir um hvernig hægt er að nýta færni og aðferðir úr fyrirtækinu í náminu og hvernig hægt er að koma reynslunni til skila til starfsfélaga í skólanum. Vinnuveitandinn ræðir reglulega við kennarann og starfsmentorinn um dvölina og þær væntingar sem vinnuveitandinn hefur til kennara og hæfni nemenda í framtíðinni.
Vinnuveitandi
Þarf að tryggja að kennarinn geti gert / hafi aðstöðu til að gera það sem ætlast er til á meðan viðkomandi er hjá fyrirtækinu og að starfsmentorinn hafi tíma til að styðja kennarann. Vinnuveitandinn og starfsmenn byrja að skoða hvernig er hægt að nýta þá þekkingu og færni sem kennarinn hefur komið með inn í fyrirtækið.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Kennarinn segir frá því sem hann/hún lærði í vinnustaðadvölinni, kynnir þetta bæði fyrir vinnuveitandanum og samstarfsfólki í skólanum. Samvinna er um það hvernig er hægt að nýta þessa vitneskju til framtíðar.
Vinnuveitandi
Skólinn, kennari, vinnuveitandi og þeir starfsmenn sem komu að dvöl kennarans meta reynsluna og lagfæra og bæta það sem þarf að bæta áður en og þegar næsti kennari kemur í heimsókn.
Ráðleggingar
Ekki var unnt að prófa þetta sem hluta af VET@work verkefninu en það að skipta á kennara og starfsmanni fyrirtækis gæti verið áhugavert. Þá myndi kennari dvelja í fyrirtækinu á meðan starfsmaður þess væri í skólanum og þetta myndi auka tengslin, þekkingu á aðstæðum á báðum stöðum og vonandi bæta námið þannig að nemar yrðu betur undirbúnir fyrir framtíðarstörf.
Vinnuveitendur tala um að það sem fólk lærir í skólanum passar ekki alltaf við það sem er í raun og veru gert í starfsgreininni. Vinnuveitendum finnst oft að það sé mikil vinna fólgin í að hafa nema á samningi eða í vinnustaðanámi og hafa ekki tíma til að leiðbeina nemum. Sérstaklega ef fræðilegt nám passar ekki við það sem er verið að gera. Til að bæta þessa tengingu á sviði þekkingar og til að bæta samvinnu vinnuveitenda og skóla hefur verið sett upp kerfi fyrir námssamninga fyrir kennara í fyrirtækjum.
Til að þetta takist vel er mikilvægt að aðilar þekki vel stöðu hins aðilans. Kennarinn, að vita hvaða þekking og færni þarf að hafa til að geta starfað á vinnustaðnum. Báðir aðilar, að hafa fagþekkingu og nútíma færni í tækni 21. aldarinnar. Kennararnir sjálfir þurfa að vera meðvitaðir um nýjustu þróun í faginu. Þetta gerir þeim kleift að halda náminu nútímalegu og undirbúa nema sem best fyrir vinnustaðanám.
Í Lelystad næst þetta með því að kennarar ljúka eigin vinnustaðadvöl á vinnustaðnum í nokkra daga. Þetta hefur líka jákvæð áhrif á samstarf kennara og vinnuveitanda. Þeir ræða saman á vinnustaðnum og það stuðlar að gagnkvæmri virðingu og aukinni samvinnu.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Skólinn eða einstaka kennarar og vinnuveitandi eru í sambandi um samvinnuna. Báðir aðilar þurfa að vera vissir um að þeir vilji gera þetta, að það sé nytsamlegt og að það sé þörf á samvinnu. Skýrt samkomulag er gert um hver eru markmiðin og hvernig þetta fer fram.
Vinnuveitandi
Þarf, eins og skólinn að láta í ljós vilja til að leggja tíma í samvinnuna og vera tilbúinn til að leiðbeina þeim sem eru í vinnustaðanáminu / heimsókninni.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Kennarinn tekur þátt í starfi á vinnustaðnum á mismunandi sviðum og kynnist og lærir nýjustu aðferðir og tækni með því að starfa með og fylgjast með fagmönnum við störf.
Kennarinn skoðar og tekur út hvaða þekkingu og færni nemar þurfa að hafa til að vera í vinnustaðanámi hjá fyrirtækinu. Hvað þeir þurfa að læra í skólanum og hvað þeir munu læra á vinnustaðnum?
Kennarinn áttar sig líka á því hvaða færni nemar þurfa að hafa varðandi tækni 21. aldarinnar.
Vinnuveitandi
Vinnustaðurinn tryggir stuðning og tæknilega undirstöðu. Það þarf að taka frá tíma til að upplýsa kennarann og leyfa honum að fylgjast með lykilstarfsmönnum í fyrirtækinu og um leið passa vel allt sem snýr að heilsu og öryggi.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Kennarinn metur vinnustaðadvölina með vinuveitandanum: Hvernig gekk samstarfið, séð frá báðum hliðum? Eftir hverju tóku aðilar á meðan þessu stóð? Hvað tekur kennarinn með sér hvað varðar námskrána, hvað finnst báðum aðilum um samvinnuna og svo frv.?
Kennarinn þarf að ræða við vinnuveitandann um hugsanleg næstu skref.
Kennarinn kynnir niðurstöður sínar og upplifun fyrir samstarfsfólki í deildinni og í skólanum almennt og hvaða skipulagsbreytingar þarf að gera til að bæta samvinnu við vinnustaðina.Út frá þessu getur starfsnámsskólinn áttað sig á því hvernig nemar geta mætt væntingum vinnuveitenda um færni 21. aldarinnar.
Vinnuveitandi
Ætti að veita skólanum upplýsingar um þá færni og þekkingu sem náðist og hvort þarf að uppfæra færni og þekkingu frekar.
Ráðleggingar
Svona námssamningur kennara er ákvörðun sem er liður í að færa skóla og vinnustaði nær hvor öðrum. Það má ekki láta þar staðar numið, það þarf að halda áfram þannig að tengslin styrkist. Það er hægt að gera með því að koma nemum sem uppfylla skilyrði í vinnustaðanám en líka með því til dæmis að bjóða vinnuveitanda að vera gestakennari í skólanum.
Haldið sambandinu eins lifandi og hægt er þannig að vinnuveitandi og skóli geti verið í stöðugu sambandi og samstarfið verði sífellt sterkara.
Passið að matsfundur á samstarfinu og námssamningi kennaranna sé haldinn að minnsta kosti einu sinni á ári. Það verður að sveigja til og liðka fyrir fundum og ferlum ef þarf.