Við höfum bent á 6 skref til að hjálpa til við að selja samstarf milli starfsþjálfunaraðila og vinnuveitanda
Til að samstarf verði árangursríkt er mikilvægt að koma auga á hverjar eru áskoranirnar á vinnustaðnum. Þær munu verða mjög mikilvægar fyrir vinnuveitandann og það hvort samstarfið muni hjálpa við að nálgast þær. Það gætu verið atriði varðandi starfsfólk eða að það vantar færni eða að stundaskrá eða fyrirkomulag skólans hentar ekki þörfum vinnustaðarins. Með því að nálgast þarfir vinnuveitandans er líklegra að hægt sé að benda á lausnir.
Með því að sýna fram á kostina við samstarf gæti verið hægt að sannfæra vinnuveitanda um að styðja betur við samstarfið. Það eru ýmsir kostir við samstarf skóla og vinnustaða, meðal annars:
- Tækifæri til að hafa áhrif á innihald námskrárinnar og færa hana nær þörfum markaðarins
- Hægt að móta starfskrafta til framtíðar og með færni til framtíðar
- Sýna fram á að vinnustaður er samfélagslega ábyrgur á staðnum og á landsvísu
- Bæði skóli og fyrirtæki njóta aukins orðstírs og virðingar í samfélaginu
- Auka vægi siðferðilegra gilda
- Ná að kynnast nýjungum og opna á nýjar hugmyndir
- Jákvæð áhrif á framleiðni og veltu – meiri ágóði af starfinu
Það er mikilvægt að byggja upp jákvæð sambönd í samstarfi aðila. Með því verður samstarfið byggt á trausti og virðingu meðal allra (innanhúss – stjórnendur starfsmentorar og utanhúss -kjörnir fulltrúar, staðbundin yfirvöld, sveitarfélag).
Árangursrík samskipti fela í sér heiðarleika og sanngirni, að hlusta og leita eftir skoðunum annarra, taka við uppbyggilegri gagnrýni og vera opinn fyrir breytingum. Það er líka mikilvægt að virða tíma allra vegna þess að vinnuveitendur eru uppteknir og við verðum að koma fram sem alvöru fagmenn.
Til að fá sem mest út úr samstarfinu þarf það að virka fyrir alla aðila. Þú ættir að vera tilbúinn til að aðlaga nálgun þína að því að finna sameiginlegan grunn og vera sveigjanlegur vegna þarfa annarra.
Vertu alltaf viðbúinn og passaðu að hafa við höndina upplýsingar til að ná jákvæðu og góðu samstarfi. Notaðu dæmi um annað samstarf til að benda á hvernig eitthvað sem tekst vel lítur út.
Þegar þarf að byggja upp nýtt samstarf og sambönd þarftu að vera viðbúinn því að byrja smátt til að sýna fram á það hversu samstarfið er áhrifaríkt. Það er mikilvægt í byrjun að vera með væntingar á hreinu og vera sammála um það sem hægt er að ná árangri við í samstarfinu. Það getur verið að það sé ekki allt það sem þú vilt ná fram en það getur orðið byrjunin á að byggja brýr og ná virðingu allra sem taka þátt.
Í samstarfi ertu að leita að langtíma farsælli skuldbindingu – þú ættir að tryggja að þú sért tiltækur og aðgengilegur til að ræða og taka á öllum vandamálum sem upp koma. Það er mikilvægt að vera sammála um hver er besta samskiptaaðferðin (leiðir, tími, samskiptareglur og svo frv.). Það er jafnvel hægt að nota ýmsar blandaðar leiðir eins og fjarfundi og augliti til auglitis. Umfram allt, tryggja að það sé reglulegt og áreiðanlegt.