Aðferð 11: Hvernig gengur mér?

Kynning

Passið að veita endurgjöf reglulega og endurskoða samstarfið.  Í samstarfi er mikilvægt að taka frá tíma reglulega  til að endurskoða námsáætlanir og þar með markmið með samstarfinu.  Þegar verið er að  meta og endurskoða samstarfið þarf að leggja áherslu á námsferli nemanna þannig að skólinn og vinnuveitandi geti komið auga á og leyst þau mál sem koma upp í samstarfinu.  Það er tækifæri til að meta þau áhrif sem samstarfið hefur haft við að auka hæfni nemanna.   Það er tækifæri  fyrir alla aðila að koma fram með ábendingar og sammælast um breytingar sem munu auka líkur á að nám og þjálfun gangi vel og samstarfið styrkist.  Þetta er formlegt viðfangsefni sem ætti að vera venjulegur hluti af samkomulagi um samvinnu.

cases how am i doing

Dæmi um “Hvernig gengur mér?” sem voru prófuð í verkefninu VET@work.

Þegar nemi er á vinnustað er hann að skila af sér fyrirfram ákveðnum verkefnum og tekur ábyrgð á þeim sjálfur.  Neminn sendir inn skýrslu eða greinargerð um verkefnið og tekur myndir af verkefninu eftir að starfsmentor hefur skoðað og samþykkt eða gert athugasemdir.  Verkstjórinn skilar líka inn skýrslu / staðfestingu um nemann og frammistöðuna.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Í byrjun annarinnar er haldinn fundur með nemum og umsjónarmönnum / starfsmentorum þeirra þar sem farið er yfir námsmarkmiðin.  Þar er útskýrt hvernig neminn á að skila af sér myndum áður og eftir að verkefnið hefur verið unnið og hvernig verkefnið verður metið.

Vinnuveitandi
Er með lista yfir verkefni / verkþætti sem hann getur tekið að sér og samræmist námsmarkmiðum.

Nemar
Þurfa að vera meðvitaðir um hvers er að vænta á starfsþjálfunartímabilinu hvað varðar hegðun, verkefni og nám.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Er í reglulegu sambandi við nema og starfsmentora til að fylgjast með framgangi nemanna.

Vinnuveitandi
Styður nemann og skilar skýrslum og mati á framförum nemans.

Nemar
Þurfa að halda skipulega utanum verkefnin sem unnið er að og bera ábyrgð á að senda reglulega inn myndir sem sýna verkefnin sem unnið er að.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Skoðar námsferil nemans með vinnuveitandanum og nemanum og gefur einkunnir og umsögn í samræmi við matið.

Vinnuveitandi
Gefur upplýsingar um árangur nemans, bæði faglega þætti og almenna hæfni.

Nemar
Þurfa að skoða sjálfa sig og eigin árangur, hvað gekk vel og hvernig er hægt að bæta sig.

Ráðleggingar

Með því að senda inn myndir af verkefnum með reglulegum hætti er hægt að tryggja að verkefnum nemans sé stýrt með eðlilegum hætti.  Starfsmentor / umsjónarmaður nemans er ábyrgur fyrir nemanum og að aðstoða nemann við verkefnin.  Með því að nota raunveruleg verkefni á vinnustað fær neminn raunverulega reynslu og annað sjónarhorn á námið og lærir af mörgum í kringum sig á vinnustaðnum.  Neminn fær tækifæri  til að læra um fyrirtækið sem hann vinnur hjá og er líklegri til að fá námssamning og síðar vinnu hjá fyrirtækinu.

Nám á vinnustað er í öllum tilvikum unnið í samstarfi nema, vinnuveitanda og starfsnámsskóla eða miðstöðvar starfsnáms.  Á meðan neminn er í  aðalhlutverki í þessu sambandi er mikilvægt að fá ábendingar frá vinnuveitandanum og skólanum til að átta sig á framförum nemans og árangri af samstarfinu.

Í Bretlandi eru haldnir fundir á þriggja mánaða fresti ef nemar eru á langtíma námssamningi.  Þá koma allir þrír aðilarnir saman og skoða framgang námsins.
Er námið að mæta þörfum vinnuveitandans hvað varðar framlag nemans og færni hans?
Er námið að mæta þörfum nemans hvað varðar reynslu og faglega þróun í átt að starfsferli í greininni?
Er námið að uppfylla það sem starfsnámsskólinn hefur skilgreint í samþykktri námskrá?

Skipulagður er formlegur fundur þar sem hver aðili hefur tækifæri til að útskýra hversu áhrifaríkt námið er og hvernig mætti bæta það á vinnustaðnum.  Niðurstaða fundarins er meiri skilningur á því hversu gagnleg reynslan er og hvernig mætti aðlaga reynsluna/vinnuna betur að þörfum allra.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Festa þarf dagsetningar með góðum fyrirvara og gefinn nægur tími til umræðna og skoðanaskipta á fundinum.  Best er að hafa fund augliti til auglitis á óformlegum og þægilegum stað, helst ekki á skrifstofu einhvers.  Dagskráin þarf að  gefa öllum aðilum pláss til að lýsa skoðunum sínum.

Ef skólinn veit að það eru einhver álitamál sem er líklegt að komi upp er mikilvægt að búa sig undir þau og helst hafa til reiðu leiðir til að leysa vandamál sem gætu komið upp.

Vinnuveitandi
Þarf að staðfesta tíma, dagsetningu og dagskrá fyrir fundinn og gæta þess að þeir starfsmenn sem þurfa að mæta geti komist á fundinn.

Nemar
Verða að vera vissir um að geta komist á þeim tíma sem fundurinn er ráðgerður.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Venjulega er það skólinn sem skipuleggur fundinn og hvetur nemann til að segja frá því sem hann upplifir og hvernig honum líður.  Það þarf að passa þetta þar sem nemar eru oft feimnir og eru að sumu leyti í veikari stöðu en aðrir á fundinum.

Vinnuveitandi
Þarf að koma með uppbyggilega endurgjöf, bæði jákvæða þætti og neikvæða um það hvernig gengur, bæði hvað gengur vel og hvar neminn gæti bætt sig.  Vinnuveitandinn þarf líka að benda á atriði sem hægt væri að bæta varðandi samstarf þessara þriggja aðila.

Nemi
Þarf að koma með uppbyggilega endurgjöf, bæði jákvæða þætti og neikvæða um það hvernig gengur, bæði hvað gengur vel og hvar neminn sjálfur gæti bætt sig og ekki síður hvar skólin og vinnuveitandi gætu bætt samstarfið og stuðning við nemann.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Verið viss um að skrá niðurstöður og bregðast við ef nauðsynlegt er að breyta einhverju til að auka traust og öryggi í samvinnunni.  Það gæti verið að það þurfi að funda aftur til að fylgja eftir breytingum og að næsta ársfjórðungsfund þurfi að skipuleggja vel, með góðum fyrirvara.  Mikilvægt er að fjalla um allt sem kemur fram og halda góðu sambandi við alla aðila.

Vinnuveitandi
Þarf að hafa orð á atriðum sem þarf að ræða og þarf að passa að vera í sambandi við aðra aðila í samstarfinu.

Nemi
Þarf að hafa orð á atriðum sem þarf að ræða og þarf að passa að vera í sambandi við aðra aðila í samstarfinu.

Ráðleggingar

Formleg endurskoðun sem fer fram með reglubundnum hætti er mjög æskileg og góð leið til að stoppa aðeins og hugsa um þjálfunina.  Þá geta allir aðilar heyrt það sem hinum liggur á hjarta um hvernig þjálfunin gengur. Mikilvægt er að skipuleggja fundina vel  og útbúa formlega dagskrá sem allir fá senda fyrirfram.

Ræðið við nemann til hjálpa honum að orða hvað honum finnst, sérstaklega ef eitthvað gengur ekki alveg eins vel og vonast var til.

Ef hlutirnir ganga ekki vel, ekki bíða þar til formlegt mat fer fram, grípið fyrr inn í og ræðið það sem hefur farið úrskeiðis.

Scroll to Top