Hindranir; erfiðar að yfirstíga en nauðsynlegar til framfara
Jafnvel þótt þú hafir skýra sýn og þú getir orðað það sem þú vilt ná fram, þá er samt mjög líklegt að þú standir frammi fyrir hindrunum þegar þú setur upp samstarf starfsnámsskóla og vinnustaða. Ekki láta þær hindra þig! Líttu á þær sem leið til að bæta það sem þú ert að gera og tryggja að nemendur öðlist þá færni sem þeir þurfa til að ná árangri í atvinnulífinu. Horfðu á hindranir sem tækifæri til að vaxa og þróast þar sem þær neyða þig til að hugsa og skoða það sem þú gerir frá mismunandi sjónarhornum. Að takast á við hindranir sem þú stendur frammi fyrir með opnum huga gerir þig meðvitaðan um að ótti sem kemur í veg fyrir framfarir er fyrir hendi og hvaða skref þú þarft að taka til að sannfæra um að það sé mikilvægt að koma á gagnsæju og raunverulegu samstarfi milli starfsmenntunaraðila og atvinnulífsins. Gakktu úr skugga um að þú hafir alla aðila með í ferlinu og gerðu þá meðvitaða um þær hindranir sem þú ert að fara að takast á við. Til að hvetja starfsmenn starfsnámsskóla og/eða vinnuveitenda til að takast á við hindranirnar í samvinnu þarftu einnig að sýna fram á hver ávinningurinn er af því að yfirstíga þessar hindranir og hver áhrifin muni verða á fyrirtæki þitt, starfsmenntun og færniþróun allra þeirra sem taka þátt.
VET@work teymið hefur skipt hindrunum í 3 meginflokka: ytri, innri og hindranir bundnar hefðum. Í þessum undirkafla er hægt að fræðast um hvað við höfum litið á sem 5 helstu hindranirnar í hverjum af 3 aðalflokkunum og tillögur um hvernig eigi að komast yfir þær. Mundu að þú þarft ekki að sigrast á öllum hindrunum. Með því að ryðja úr vegi einni eða tveim hindrunum mun ferlið komast af stað og þeir sem taka þátt munu byrja að skoða hindranir sem leið til að bæta samstarf og gæði verknáms.
Þær þrjár gerðir af hindrunum sem er líklegast að þú lendir á þegar þú setur upp samstarf starfsnámsskóla og vinnustaða.:
Coming together is the beginning
Keeping together is progress
Working together is success
Henry Ford, Industrialist and business magnate