Hittu samstarfsaðilana

Það eru átta aðilar sem unnu að verkefninu:  Þrír þeirra eru starfsnámsskólar (Axxell í Finnlandi, VMA á  Íslandi og Nantes Terre Atlantique í Frakklandi)  og fimm aðilar koma úr atvinnulífinu (Sveitarfélagið Raseborg í Finnlandi, Broadshoulders í Bretlandi, Het Idee og Welzijn Lelystad frá Hollandi og Medulla frá Íslandi).

Allir samstarfsaðilarnir deila áhuga á því að þróa starfsnám og þjálfun í samstarfi skóla og vinnustaða og eru þeirrar skoðunar að eina leiðin til að nemar í starfsámi öðlist þá færni sem vinnumarkaðurinn krefst sé í gegnum virkt, gegnsætt og alvöru samstarf.  Á meðan verkefninu stóð unnu aðilar að handbókinni á fundum í Bretlandi, Frakklandi, Íslandi og Finnlandi ásamt því að nota fjarfundi og fundi með aðilum í þátttökulöndunum.  Allir samstarfsaðilarnir hafa lagt inn góð dæmi um gott samstarf og prófað ýmsar leiðir til að hvetja starfsnámsskóla og vinnuveitendur til að vinna saman.

Scroll to Top