Íslenska teymið
Harbba vinnur við Verkmenntaskólann á Akureyri og sem gæðastjóri í fjölskyldufyrirtækinu Vélsmiðju Steindórs sem var stofnað 1914. Hún ólst upp í vélsmiðjunni, í fjölskyldunni eru margir málmiðnaðarmenn og handverksmenn en það vantar vélvirkja. Hrabba var fyrst af móðurfjölskyldunni að ljúka háskólanámi. Fyrst námi í viðskiptafræði til að læra að græða peninga. Eftir það var tekin U beygja og hún fór í kennslufræðinám. Að lokum meistaranám í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun.
Hrabba hefur mikinn áhuga á því að iðnaður haldi velli á Íslandi og í Evrópu. Það er mikil eftirspurn eftir fagmönnum en það er skortur á þeim.
Hún álítur að til að þetta virki allt þurfi skóli og vinnustaðir að vera í samstarfi. Skólar, vinnumarkaður og stéttarfélög gætu hjálpað til við að kynna verklega hæfni fyrir samfélaginu og nemendum. Nemendur sem hafa áhuga á starfsnámi þurfa að læra gott handverk og hvernig á að aðlagast núverandi og komandi tæknibreytingum.
Hrabba vill gjarnan nota tímann með fjölskyldunni og að ferðast á Íslandi og erlendis. Hún vill hitta nýtt fólk, læra um mismunandi samfélög og menningu og aðstoða fólk við að finna fjölina sína í lífinu. Einkunnarorð hennar eru: “ Finndu starf sem gerir þig ánægða(n) og spennta(n) fyrir að fara í vinnuna á hverjum degi.”
Starfsnám á Íslandi er mismunandi eftir starfgreinum. Í sumum greinum, til dæmis sjúkraliðar, hafa þróað gott vinnustaðanám í tengslum við skólann. Aðrar starfsgreinar þyrftu að þróa meiri samvinnu milli skólanna og vinnumarkaðarins. Hröbbu finnst að það myndi veita nemum tækifæri til að vera betur hæfir fyrir störf á vinnumarkaði. Þess vegna hlakkar hún til að geta kynnt kosti og hindranir sem VET@work verkefnið hefur sýnt fram á að séu uppi þegar við ræðum um námssamninga. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er mjög smár. Þess vegna þarf Ísland fagmenn með fjölbreytta hæfni og minni sérhæfni. Það er mikilvægt að færni, þekking og hæfni fagmanna sé mikil og sveigjanleg.
Harpa vinnur sem kennari í hársnyrtiiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún byrjaði ferilinn á snyrtistofunni Medúllu á Akureyri 1995. Hún fékk réttindi sem hársnyrtir árið 2000. Harpa hefur réttindi sem iðnmeistari og kennari í greininni og hefur unnið við VMA síðan 2009. Harpa vinnur líka hlutastarf á snyrtistofunni Adell á Akureyri og sér um hárgreiðslur fyrir Leikhúsið á Akureyri.
Það er hægt að segja að Harpa brenni fyrir fagið sitt og hársnyrting er líka hennar helsta áhugamál. Ef Harða er ekki að vinna við að klippa, lita eða greiða hár er hún í útilegu, hún ferðast um hálendi Íslands og fer á sjókajak.
Harpa Birgisdóttir
Teacher at Verkmenntaskólinn á Akureyri & Hairstylist at Adell
Hulda Háfsteisdóttir
Owner of Hairsaloon Medulla
Hulda fæddist inn í fjölskyldufagið. Afi hennar var brautryðjandi í faginu í fjölskyldunni en hann var rakari og sonur hans, faðir Huldu, var rakari líka. Hulda og tvö systkini hennar urðu síðar hársnyrtar.
Hulda byrjaði hársnyrti ferilinn á Íslandi og útskrifaðist sem rakari 1982. Hún flutti til Noregs og útskrifaðist þar sem hársnyrtir 1988. Það sama ár varð hún iðnmeistari, flutti til Íslands og opnaði hársnyrtistofuna Medúllu 7. nóvember 1988. Tuttugu árum síðar, árið 2008, útskrifaðist hún með kennararéttindi frá Háskólanum á Akureyri árið 2008.
Eftir að Hulda varð iðnmeistari hefur hún tekið að sér og þjálfað marga nema í gegnum árin. Hún hefur mikinn áhuga á tengslunum milli skólanna, nemanna og vinnumarkaðarins.
Í tíu ár var Hulda meðlimur í Intercoiffure sem eru fyrstu alþjóðlegu hársnyrti samtökin. Þau ná yfir þrjú þúsund stofur í fimmtíu og fimm löndum. Þú finnur flestar þessar stofur í helstu tískuborgum heimsins. Stjórnendur stofanna eru áhugafólk um tísku, vilja breiða út fagið sitt og þekkinguna.
Í tíu ár hefur hún setið í starfsgreinaráði snyrtigreina og þar af leiðandi í hjarta umræðu um starfsmenntun í greininni. Hún er í nefndinni sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka iðnaðarins (SI). Þessi nefnd er ráðgefandi fyrir menntamálaráðuneytið um námskrá, námssamninga og annað sem snertir nám og nema í greinunum. Til viðbótar er Hulda líka félagi í félagi hársnyrtimeistara og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hulda tekur líka þátt í hárgreiðslu fyrir Leikfélag Akureyrar.
Henni finnst það vera forréttindi að vinna við það sem hún gerir, hver dagur er ólíkur gærdeginum, hún finnur sig í að klippa, lita og greiða hár.
Fyrir utan hárið liggur áhuginn á skíðum, gönguskíðum, líkamsrækt, hjólreiðum, gönguferðum, golfi og að ferðast. Uppáhaldsstaðurinn er sumarhús fjölskyldunnar.