Finnska teymið

V@WFL1

Tanja Halttunen
Expert of international Affairs
Axxell & the project leader

Tanja vinnur hjá Axxell sem sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og samstarfi við vinnumarkaðinn.  Hún byrjaði ferilinn hjá Vinnumálastofnun Suðvestur Finnlands sem alþjóðafulltrúi árið 2006.  Þegar Axxell var stofnaður 2008 fékk hún það hlutverk að þróa og koma af stað alþjóðasamskiptum við aðila í starfsnámskerfum í Evrópu og víðar.  Árið 2015 víkkaði starfssviðið og hún varð virk í að þróa nám á vinnustöðum og samstarf við vinnumarkaðinn, bæði innanlands og utan.  Í maí 2020 varð Tanja ein af sendifulltrúum Cedefop um viðbrögð við brottfalli úr skólum.

Í frístundum heldur Tanja uppá að ganga í skóginum með hundinum, jack russell terrier Molly og köttunum þrem, Walle, Wilma og Olli.  Hún nýtur þess að baka og elda og vera heima þegar hún er ekki að ferðast vegna vinnunnar.

Ég er upphaflega hjúkrunarfræðingur með reynslu af öldrunarhjúkrun, geðhjúkrun og lyflækningum.  Ég vann á sjúkrahúsi í tíu ár áður en ég byrjaði sem kennari árið 2007.   Af hverju varð ég kennari? Mig langaði til að kenna nemum í starfsnámi allt það jákvæða sem felst í að annast um fólk.

Að kenna hvernig á að veita fólki góða umönnun er erfitt ef ekki er hægt að hafa aðgang að raunverulegum skjólstæðingum og ef það á við sjúklingum.  Þess vegna er svo mikilvægt að starfsnámsskólar séu í samstarfi við vinnumarkaðinn.

VET@work verkefnið hefur sýnt mér að það eru margar mismunandi leiðir við þetta samstarf.  Við getum unnið saman þegar kemur að því að þróa færni nemanna og farið með hópa af nemum í heimsóknir á vinnustaðina.

Ég hef ástríðu fyrir því að vinna að því að efla færni nemenda og þess vegna vil ég gjarnan gera eitthvað meira með nemendum.  Áhugi minn á aukinni færni dró mig að Starfsgreinakeppnum og í dag er ég dómari í verklegri hjúkrun.

Í frístundum vil ég eyða tíma í skerjagarðinum með fjölskyldunni að ferðast frá einni höfn til annarrar á bátnum okkar.  Ég les mikið og tek þátt í allri hreyfingu og íþróttum.

V@WFL2

Johanna Lind
Teacher within social and healthcare
(practical nurses) Axxell

V@WFL3

Nina Sevelius
Head of Unit, Axxell Överby

Nina er stjórnandi í garðyrkju- og handverksdeild Axxell skólans.  Nina hóf feril sinn sem rannsakandi í garðyrkju við Háskólann í Helsinki.  Eftir það varð hún kennari við Tækniháskólann í Suðvestur Finnlandi árið 2002.    Eftir endurskipulagningu byrjaði hún að þróa samstarf milli Tækniháskólans og starfsmenntaskólans Axxell.  Frá 2014 hefur hún verið stjórnandi í garðyrkju- og handverksdeild Axxell skólans.

Ég sé að samstarfið milli starfsnámsskólanna og vinnustaða er eins mikilvægt fyrir nemann eins og fyrir fagmenn í starfsgrein og starfsgreinakennara.

Neminn tileinkar sér margvíslega færni í starfsþjálfun og þeir finna oft fyrsta alvöru vinnustaðinn á meðan þeir eru í náminu.  Kennararnir fá nýjar hugmyndir um kennsluaðferðir og um viðfangsefni námsins.  Stafsgreinin getur fengið nýjar hugmyndir um þróun starfseminnar og náð sér í áhugasama fagmenn til framtíðar.  Til viðbótar er mjög mikilvægt fyrir nemana að þeir geti lært af mörgum mismunandi fagmönnum með mismunandi sjónarhorn á starfsgreinina.  Það er líka mikilvægt að bæði kennarar og fagmennirnir vinni saman að því sameiginlegu markmiði að auka færni nemanna og um leið faglega þroskun þeirra.

Ég er fulltrúi sveitarfélagsins Raseborg og vinnuveitendahlið VET@work.  Ég er stjórnandi búsetuþjónustu fyrir aldraða á svæðinu og vil að íbúar njóti lífsins sem best.  Það er mikilvægt fyrir okkur að vera hluti af þjálfunarferlinu þar sem ég trúi því að færni í hjúkrun þurfi að byggjast á traustum gildum og sálfélagslegri færni.

Vinnustaðamenning og viðhorf virðast vera lykillinn að því að verða góð(ur) við að sjá um og hjúkra fólki.  Það virðist líka vera mun meira mál að þjálfa fólk við að verða einhver sem sýnir samkennd en að sprauta einhvern í handlegginn.  Þetta sjónarmið er ekki bara viðurkennt af mér og samstarfsfólki mínu heldur líka sveitarstjórnarfólki og þess vegna er samstarfið með samþykki allra.

Þegar verkefni byrjaði var ég stjórnandi Villa Anemone sem er stórt þjónustuheimili fyrir eldri borgara með skerðingar á færni.  Við höfðum þá þegar verið í samstarfi við starfsnámsskólann Axxell.  Eins og ég held snýst áhrifarík stjórnun um fræðslu og leiðbeiningu svo ég er þakklát fyrir tækifærið til að vera í sambandi við nemendur og deila ástríðunni og gildum okkar með þeim.  Það hlýjar manni um hjartað að sjá hvernig þeir þekkja okkur smám saman betur, verða skapandi í starfi og fá meira sjálfstraust.  Þegar tíminn líður byrja þeir að gefa meira af sér en þeir fá frá okkur og.. allt í einu eru þeir komnir með skírteini.

Í frítímanum er ég að læra um einstaklingsmiðaða umönnun og leiðtogafærni.  Ég nota mikinn tíma í náttúrunni, að synda og vinna með veiðihundum eru uppáhaldsáhugamálin.

V@WFL4

Bernadetta Stenström
Head of assisted living facilities for elderly
in Raasepori, the Municipality of Raasepori

Scroll to Top