Aðferð 8: Kennslustofa  á vinnustað

Kynning

Færið námið á vinnustaðinn.  Því nær sem starfsnámsskólinn og vinnuveitandi starfa saman því marktækara verður námið.  Ef vinnuveitandi er meðvitaður um námskrána og tekur þátt í að koma henni til skila mun það leiða til samræmdrar nálgunar í starfsnámi.  Það mun líka auka orðspor fyrirtækis og starfsnámsskóla.  Hvetja ætti vinnuveitendur til að hjálpa til við að móta námskrána þannig að hún verði merkingarbær og mæti þörfum almennrar menntunar og starfsgreinarinnar.

cases classroom at work

Dæmi um kennslustofu  á vinnustað sem voru prófuð í verkefninu VET@work.

VMA á Íslandi er með matvæla- og veitinganám og á starfssvæði skólans eru tvö stór fyrirtæki í kjötvinnslu.Fyrirtækin vantar kjötiðnaðarmenn og hafa beðið um að kjötiðn væri kynnt í grunnnámi í matvælagreinum.  Einn af iðnaðarmönnunum í fyrirtækjunum er að mennta sig til kennsluréttinda.

Fyrirtæki þurfa hæfa starfsmenn með þá færni sem starfsemi fyrirtækjanna krefst.  Í þessu tilviki kom sérfræðingur frá Kjarnafæði (sem er annað þessara fyrirtækja) í VMA og kenndi nemendum í grunnnámi matvæla- og veitingagreina að úrbeina lambahrygg.  Þetta bauð líka upp á að nemar fengju kennslu á vinnustað.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Skólinn þarf að kynna sér þarfir atvinnulífsins á svæðinu með því að skoða og hitta vinnuveitendur.  Starfsnámsskólinn þarf að vera í sambandi við vinnuveitendann til að skipuleggja kennslu sem er sveigjanleg bæði fyrir vinnustaðinn og nemendur.

Vinnuveitandi
Til að styðja starfsnámsskólann þarf að finna sérfræðing úr starfsmannahópnum sem hefur þannig  persónuleika og áhuga að henti því að kenna nemendum.   Með góðu skipulagi er hægt að hafa kennsluna á vinnustaðnum.

Nemar
Þurfa að vera tilbúnir til að koma sér á vinnustaðinn og læra færni á vinnustað.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Það þarf að styðja leiðbeinandann frá fyrirtækinu þegar viðkomandi er óvanur að kenna hópi og stundum vantar ákveðna færni til að koma til skila sumum atriðum í náminu.

Vinnuveitandi
Þarf að útvega umhverfi, aðstöðu og efni til að hægt sé að koma kennslunni fyrir.  Það þarf að vinna með skólanum til að ganga frá því hvernig er hægt að koma hópnum á staðinn, hvaða heilbrigðis og umgengnisreglur þarf að hafa í huga, skipulag á pásum og ýmissi aðstöðu fyrir hópinn t.d. snyrtingar og veitingar.

Nemar
Í þessu tilviki var verkefnið að úrbeina lambahrygg og gera hann lokkandi fyrir augu og munn.  Nemar fengu að nota olíu og krydd eftir þeirra smekk.  Þegar allt var tilbúið gátu nemar selt kjötið til annarra nema og kennara í skólanum.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Nauðsynlegt er að skoða árangur af samvinnunni og vinna með með vinnuveitandanum, leiðbeinandanum af vinnustaðnum og kennurum skólans til að skoða hvort markmiðin samkvæmt námskránni hafi náðst.  Safna endurgjöf frá nemum til að skoða hvort þeim hafi fundist þetta lærdómsríkt og skoða með vinnuveitanda hvort þurfi að gera eitthvað betur.

Vinnuveitandi
Þarf að taka þátt í að meta frammistöðu nemanna og árangurinn.  Það er líka mikilvægt að styðja leiðbeinandann frá fyrirtækinu við að hugsa um það hvort svona ætti að verða reglulegur viðburður.

Nemar
Veita endurgjöf um það hvernig til tókst, hvað gekk vel og hvað væri hægt að gera betur.

Ráðleggingar

Það þarf að setja tíma og peninga í að byggja upp gott samstarf við fyrirtækin á svæðinu.  Það þarf að hlusta á þarfir vinnumarkaðarins og þá verður hægt að ná því í sameiningu að útvega hæft og fært starfsfólk til framtíðar.

Vaxandi skortur á starfsfólki og skortur á starfsfólki í umönnun, ferðaþjónustu, byggingagreinum og flutningum er nú þegar vandamál.  Lelytalent svarar þessu með því að bjóða sérsniðna ferla innan fyrirtækja í þessum greinum.  Á meðan nemar eru í náminu fá þeir tækifæri til að vinna – í nánu sambandi við iðnaðinn – við raunverulegar aðstæður.  Fyrir nema í grunnnámi (fyrsta þrep) og á öðru þrepi er Lelytalent í raun jafngilt því að auka möguleika þeirra á vinnumarkaðinum og þar með horfa fram á bjartari framtíð.  Mörg fyrirtæki á svæðinu eru tengd verkefninu.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Lelytalent er samstarf milli sveitarfélagsins, starfsnámsskóla, fyrirtækja og skyldra stofnana.  Starfsnámsskólinn er reiðubúinn að nálgast starfsnámið á sveigjanlegan hátt og sníða það að nemum og óskum vinnustaðanna.  Nýjar leiðir eru farnar þegar nemar sem vinna í ýmsum starfsgreinum koma saman.  Í samvinnu við fyrirtæki eru sett upp blönduð námstækifæri.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur gefa pláss, tíma og þekkingu sem þeir hafa til að nemendur geti fært sig á milli starfsgreina.  Vinnuveitandinn fjárfestir í ungu fólki og vonar að nemarnir kjósi starfsgrein hans og verði starfsmenn fyrirtækisins.

Nemar
Undirbúa sig í skólanum fyrir þjálfun í fyrirtækjum þannig að þeir viti betur hvað bíður þeirra og til hvers er ætlast af þeim.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Skólinn sér um að skipuleggja og stýra námstímabilunum í fyrirtækjunum.  Sér um samræmingu milli nema og fyrirtækja. Skólinn skipuleggur líka hvernig nemar parast við vinnustaðina.  Sveitarfélagið leggur til fólk sem kemur nálægt því að semja að lokum um námsdvöl í fyrirtæki og sér um eftirfylgd á vinnustaðnum.

Vinnuveitandi
Nemar byrja á tímabili sem snýr að því að átta sig á aðstæðum og svo þjálfun í fyrirtæki og nám í vinnu.  Allt fer þetta fram í fyrirtækjunum.  Vinnuveitendur gera þetta kleift og styðja verkefnið.  Gegnum námið í vinnunni fá nemendur umsjón frá leiðbeinendum á vinnustaðnum.

Nemar
Fá tíma og rúm til að átta sig vel áður en þeir velja sérhæfingu.  Þegar um er að ræða nám á hæfniþrepi 1 og 2 er oftast um að ræða margvísleg vandamál sem nemar glíma við.  Frá því að skorta metnað og hvatningu upp í margvíslegt félagsleg vandamál.  Þegar nauðsyn ber til fá nemar viðbótar liðveislu frá ráðgjöfum hjá Lelytalent.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Það ætti að verða minna brottfall úr skólanum hjá ungum nemendum.  Nemar velja skynsamlega stefnu í átt að starfsgrein.  Unga fólkið ætti að verða betur undirbúið fyrir vinnu til að framfleyta sér.

Í víðu samhengi stofnana sem standa að þessu fer fram stöðugt mat og reynt er að bæta fyrirkomulagið og þjálfunina.

Vinnuveitandi
Stöðugt er verið að víkka fyrirkomulagið með því að fá fleiri vinnustaði og að hver nemi heimsæki fleiri vinnustaði.  Vinnuveitendur sjá að svona samvinna leiðir til fagmanna með skýrari sýn og betri fagþjálfun.    Vegna samvinnunnar er auðveldara fyrir fyrirtæki að ná sér í starfsfólk.

Nemar
Verða betur undirbúnir fyrir framtíðarstörf.  Þeir velja meira meðvitað eftir að hafa tækifæri til að kynnast faglegri vinnu í raun.

Ráðleggingar

Það þarf að tryggja að allir aðilar stefni í sömu átt.  Það er grundvöllur verkefnisins að sameiginleg markmið náist en ekki bara markmið einstakra aðila sem taka þátt í verkefninu.

Í upphafi getur tekið tíma að sannfæra sum fyrirtækin að taka þátt.  Um leið og samstarfið fer af stað munu fleiri fyrirtæki vilja vera með.  Það þarf að passa að verkefnið stækki ekki of hratt þannig að faglegt innihald þynnist ekki út eða staðni.

Það að nemar fái einstaklingsmiðaða ráðgjöf og eftirfylgd hefur mikil áhrif á niðurstöðurnar.  Sérstaklega nemar á hæfniþrepi 1 og 2.  Gangið úr skugga um að ráðgjöfin sé vel skipulögð og samhæfð.

Í Axxell skólanum var farin sú leið að nemar á fyrsta ári voru þrjá daga á hjúkrunarheimili í nágrenninu til að kynnast starfinu, fyrirkomulaginu og starfsfólkinu.  Markmiðið var að gera yfirfærsluna einfaldari frá námi í skólastofu til náms á vinnustað með því að nemar hefðu tækifæri til að  vera í samskiptum við starfsmenn og heimilismenn við raunverulegar aðstæður.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Þarf að hafa samband við hjúkrunarheimili (eða vinnustað í þeirri starfsgrein sem unnið er með) og kynnið þeim hugmyndina “þrjú skref að vinnu”.  Það þarf að komast að samkomulagi við vinnuveitandann um skrefin (verkefnin) þrjú sem nemarnir eiga að taka á vinnustaðnum.  Tryggið að vinnustaðurinn sem tekur við nemunum sé nægilega stór til að geta sinnt öllum nemendahópnum eða hafið fleiri vinnustaði með.

Gerið skrefin þrjú að hluta af náminu/námskránni og kynnið aðferðafræðina, hlutverk þeirra og skyldur fyrir nemum.

Vinnuveitandi
Eftir að búið er að kynna markmið og væntingar til þriggja skrefa aðferðarinnar skipuleggja vinnuveitandinn og kennarar verkefnin sem nemar fá að spreyta sig á.  Vinnuveitandi velur og tilnefnir starfsmenn sem starfsmentora til að styðja og hvetja nema og til að vera kennarar ásamt kennurunum úr skólanum.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Kennarar sem taka þátt í þriggja skrefa aðferðinni munu kenna með starfsmentorum á vinnustaðnum og kynna verkefnin fyrir nemum.  Kennararnir munu leiðbeina og gefa uppbyggilega endurgjöf til nemanna.  Viðburðurinn tekur þrjá daga, gott er að hafa einhverja daga á milli til að geta metið stöðuna út frá reynslunni og gera lagfæringar eins og þarf.  Verkefnin þyngjast með tímanum og taka fyrir ný atriði.

Vinnuveitandi
Útvegar aðstöðu og annað sem þarf til að geta verið með kennsluna á vinnustaðnum.  Einnig að tengja við skólann varðandi það að koma nemum á staðinn, skoða heilbrigðis og öryggismál, aðstöðu til að fá sér hressingu, snyrtingar, fatahengi og slíkt.  Starfsmentorarnir sem eru aðstoðarkennarar styðja og leiðbeina nemum á meðan á þessu stendur.

Nemar
Nemarnir geta ýmist unnið sjálfstætt eða í pörum eða hópum þegar unnið er að verkefnunum.    Þeir taka í raun að sér hlutverk starfsmanns í einn eða hálfan dag og fá þannig tækifæri til að taka þátt og læra af sérfræðingunum.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Það þarf að endurskoða ferlið með vinnuveitandanum og tryggja að nemar hafi getað öðlast færnina, þekkinguna og hæfnina sem ætlast var til og er samkvæmt námskránni.  Kennarar safna endurgjöf frá nemum og starfsmentorum til að tryggja að reynslan hafi verið til góðs og skoða það með vinnuveitandanum hvort þörf sé á lagfæringum.

Vinnuveitandi
Þarf að koma skoðun sinni á framfæri til kennara um það hvernig nemunum gekk og hvort þeir lærðu eitthvað á þessu.  Vinnuveitandinn ræðir líka við starfsmentorana sem unnu með nemunum til að fá fram skoðanir þeirra um það sem var gert og hvernig væri hægt að gera þetta að reglulegum viðburði.

Nemar
Þurfa að koma sínum skoðunum á framfæri um samvinnuna, hvað gekk vel og hvernig væri hægt að bæta framkvæmdina.

Ráðleggingar

Setjið tíma í þetta og hlustið á þarfir vinnumarkaðarins og þá er í sameiningu hægt að þroska hæft og fært vinnuafl til framtíðar.

Scroll to Top