Aðferðafræði 2: Vinnum saman
Kynning
Þetta er allt um að vekja væntingar! Þegar samband er komið á er mikilvægt að tryggja að allir aðilar viti til hvers er ætlast af þeim, hver hlutverk þeirra eru og hvaða ábyrgð þeir bera á samstarfinu. Þetta getur verið á formi skriflegs samkomulags sem sýnir greinilega hvað mun gerast, hvenær og hver gerir hvað á meðan samvinnan á sér stað. Það virðist kannski dálítið formlegt en það kemur í veg fyrir rugling eða deilur síðar meir.
Ef gengið er úr skugga um að væntingar séu ræddar og samþykktar í byrjun mun vera til góðs til langs tíma ef það verður einhver ruglingur eða misskilningur
Nemar munu vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim, hvernig þeir þurfa að hegða sér og hvernig samvinnan mun líklega þróast. Allir aðilar munu verða vel meðvitaðir um hlutverk sín og hvaða þátt þeir eiga í því að þjálfunin verði góð.
Dæmi um Vinnum saman aðferðir sem voru prófaðar í verkefninu
Hugmyndin að samstarfinu kom frá vinnuveitanda í veitingaþjónustunni sem fannst að það væri erfitt að finna og ráða starfsmenn með réttu færnina. Hann hafði áhyggjur af því að starfsnámsskólar vissu ekki um raunverulegar aðstæður í eldhúsum veitingastaðanna. Honum fannst að ef hann gæti átt þátt í að fræða nema og um leið víkka færni kennaranna og meðvitund þeirra um nýjustu þróun í greininni myndi hann eiga meiri möguleika á að fá til sín nema með réttu færnina. Hann áleit líka að ef nemar fá raunverulega mynd af því hvernig vinnan er í ákveðinni grein myndi koma í veg fyrir brottfall þeirra í byrjun starfsferilsins. Hann hafði samband við Axxell og þróaði með skólanum fyrirkomulag þar sem vinnuveitandinn myndi vera einhverja daga í viku í skólanum með nemum, að kenna þeim og deilda þekkingu sinn með kennurum. Markmiðið var að nemar öðluðust færnina sem þarf og að þeir væru með meira raunhæfa mynd af vinnumarkaðinum þegar þeir útskrifast.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Skipulagðir voru nokkrir fundir milli skólans og vinnuveitandans. Frá skólanum sátu þessa fundi stjórnendur og deildarstjóri veitingaþjónustudeildarinnar. Á þessum fundum var rætt um væntingar, reglur og ramma um þessa samvinnu. Markmið voru sett til styttri og lengri tíma og líka hvernig yrði staðið að þessu. Gengið var frá skjali um þetta sem ígildi samkomulags beggja aðila.
Vinnuveitandi
Fyrsta skref vinnuveitandans var að hafa samband við stjórnendur Axxell skólans til að deila hugmyndum sínum um samvinnu og hvaða þarfir hann hafði og hvaða vonir hann bar til samvinnunnar.
Eftir fyrsta fundinn byrjaði vinnuveitandinn að kynna sér námskrá fyrir matreiðslumenn í smáatriðum og benda á atriði sem mætti nota til að hjálpa nemum við að ná námsmarkmiðunum. Smáatriðum um verkefni, tímamagn og hlutverk kennara og starfsmentora var bætt í samninginn. Í þessu tilviki var ákveðið að vinnuveitandinn myndi verja tveim dögum í viku (mánudögum og þriðjudögum) í skólanum að kenna. Einnig að lagfæra námskrána svo hún gæti mætt þörfum vinnumarkaðarins betur. Ennfremur að deila með kennurum þekkingu og sérfræðihæfni og um leið að skilja betur stöðu þeirra sem kenna og styðja nema í skólanum.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Vinnuveitandi, deildarstjóri í skólanum og kennarar byggja saman kennsluaðferðir sem styðja við að þroska færni og auka ráðningarmöguleika nema. Allt þetta var gert þannig að allir þurftu að endurhugsa viðhorf til kennslu, stuðnings og til leiðbeiningar nemenda og til að þróa færni þeirra almennt.
Vinnuveitandi
Með því að byggja á samkomulaginu sem gert var á undirbúning skeiðinu setti vinnuveitandinn upp kennslustundir með öllum nemum í hverri viku. Vinnuveitandinn kenndi með kennurum og varð að viðurkenndum starfsfélaga þeirra sem hlustaði á áhyggjur kennaranna og deildi með þeim hugmyndum og skoðunum á því hvernig væri hægt að aðlaga kennsluna þannig að hún hvetti nema til að stefna á nytsamlega starfsfærni. Samhliða kennslunni deildi hann þekkingu sinni og ótta um framtíð starfsgreinarinnar. Vinnuveitandinn tók líka þátt í kennarafundum og hafði möguleika á að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri en um leið að læra um kerfið sem skólinn og nemar starfa í.
Í kennslustundum undirbjó hann nema fyrir vinnumarkaðinn með því að útskýra hvaða færni er þörf í starfsgreininni til að ná árangri og hverju vinnuveitendur leita eftir þegar þeir ráða fólk. Hann sýndi og kenndi ýmsar leiðir sem er hægt að fara í eldhúsinu og hvernig er að vinna undir pressu. Vinnuveitandinn hafði mikilvægt hlutverk þegar að því kom að undirbúa nema fyrir vinnustaðanám og bauð nokkrum nemum að koma í þjálfun hjá sér.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Á meðan verið var að prófa þessar aðferðir voru reglulegir fundir stjórnenda skólans, deildarstjóra matvælabraut og kennara til að ræða og meta það hvernig samvinnan gekk. Markmið fundanna var að læra af reynslunni og bæta samstarfið og auka þannig árangurinn af henni. Á þessum fundum var ákveðið að aðlaga og breyta því hvernig samvinnan fór fram.
Vinnuveitandi
Vegna þess að tilraunin tókst vel er samvinnan enn í gangi og bæði vinnuveitandinn og skólinn eru að upplýsa marga aðila í starfsgreininni og skólum um það hvernig samvinnan fer fram.
Ráðleggingar
Í okkar tilviki hafði vinnuveitandinn ekki kynnt sér námskrána nægilega vel fyrir fyrsta fundinn. Þetta byrjaði með hugmynd hans og þörf hans fyrir hæfari nema til þjálfunar. Vinnuveitandinn viðurkenndi að eftir á að hyggja hefði verið betra að hann hefði lesið í gegnum námskrána og það hefði mátt leysa sum vandamál fyrirfram ef hann hefði verið betur að sér um námskrána. Svona samvinna er ekki ódýr og þarfnast velvilja beggja aðila, vinnuveitenda og skólans. Það er mjög mikilvægt að allir aðilar átti sig á aðstæðum vinnuveitenda, kennara og nema.
Þetta er líka góð leið til að vinnuveitandi geti haft eitthvað að segja um það hvernig kennslan fer fram og á hvaða færni þarf að stefna í kennslunni. Í okkar tilviki var bara um að ræða einn vinnuveitanda í lengri tíma. Það er ráðlegt að gefa svona samvinnu tíma vegna þess að það er ekki einfalt fyrir utanaðkomandi að setja sig inn í það hvernig starfsnám fer fram.
Við mælum með að þessi aðferð við samstarf sé notuð í byrjun hvers skólaárs. Hugmyndin er að skipuleggja upplýsingafund fyrir vinnuveitendur og kennara svo þeir geti komið saman og rætt í hópum hvernig starfsnám og atvinnulíf geti unnið saman, metið kosti og galla samstarfsins og lært af fyrra samstarfi. Til að fá sem mest út úr þessu er gott að byrja á umræðu og umfjöllun í litlum hópum þar sem allir aðilar eru hvattir til að deila hugmyndum, áhyggjum og pælingum og hlusta á og læra af reynslu annarra. Markmiðið með slíkum fundum er að ná meiru út úr því hvernig við vinnum saman og mynda ný tengsl.
Fundi með vinnuveitendum er líka hægt að nýta til að útskýra námskrána og áfangana sem eru í boði og fá fram sameiginlega sýn á það hvernig raddir og væntingar vinnuveitenda geta haft áhrif á það hvernig áfangarnir eru kenndir. Á fundinum er mikilvægt að taka frá tíma fyrir umræðu í smærri hópum og fá viðbrögð allra, hugmyndir og ábendingar. Það þarf að passa að einhver í hverjum hópi taki niður þau atriði sem koma fram og að þau komist til skila til þess sem leiðir viðburðinn. Þetta er tækifæri til að kennarar/þeir sem fylgjast með nemum og vinnuveitendur skiptist á skoðunum og upplýsingum og til að minnka bilið á milli þeirra.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Það þarf að hafa samband við vinnuveitendur og kynna þeim viðburðinn (ef þeir hafa ekki tekið þátt áður). Veljið heppilegan dag og tíma og nota fundarherbergi með góðri hljóðvist til að vinnuveitendur, starfsmentorar og kennarar geti rætt málin og skipst á hugmyndum og skoðunum.Dagskrá fyrir viðburðinn þarf að vera til og einhver sem tekur að sér að stýra viðburðinum. Það er mikilvægt að dagskráin standist þannig að gestum finnist tíminn ekki hafa farið til spillis. Dreifið hlutverkum meðal kennara og vinnuveitendanna. Það leiðir til þess að flestum finnst þeir hafa tilgang. Það þarf að senda fundarboð til allra aðila tímanlega svo hægt sé að undirbúa sig og gera ráðstafanir til að geta mætt.
Vinnuveitandi
Ef þú hefur fyrri reynslu af þessu, vertu viðbúinn að ræða reynslu þína, bæði góða hluti og slæma.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Það þarf að undirbúa staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, meðal annars með einhverju sem býður fólk velkomið, útskýra markmiðin með fundinum og hvernig hann fer fram. Mikilvægt er að allir þátttakendur viti til hvers er ætlast af þeim og það þarf að hafa tíma fyrir spurningar.
Skiptið þátttakendum í hópa þar sem bæði eru kennarar og fulltrúar vinnustaðanna. Gott er að hópurinn sé um það bil 6 manns og eðlileg hlutföll kennara og vinnuveitenda í þeim. Hægt er að skipta í hópa fyrirfram og þá veit fólk í hvaða hópum það er eða skipta í hópa á staðnum. Ef fundurinn er fjölmennur er betra að nota fyrri leiðina.
Velja þarf einn aðila í hverjum hópi til að vera talsmaður og annan til að vera ritari sem safnar því sem kemur fram. Allir þátttakendur þurfa að fá að tala og deila hugsunum og hugmyndum sínum. Hóparnir þurfa að fá nægan tíma til að bæði kynnast innbyrðis og ræða málefnin. Hægt er að nota gagnadrif á netinu til að safna hugsunum, hugmyndum og tillögum (t.d. Trello) eða hægt er að nota Post-it miða eða skrifa í ritvinnsluforrit sem fundarstjórinn hefur aðgang að. Í lokin þurfa allir hópar að fá tækifæri til að skýra þær hugmyndir og ábendingar sem komu fram.
Vinnuveitendur
Það er mikilvægt að þeir taki þátt og fái frekari upplýsingar.
Eftir viðburðinn
Starfsnámsskóli
Gerið samantekt af öllum hugmyndum, ábendingum og tillögum frá öllum hópunum. Senda þarf samantekt til allra sem tóku þátt. Hægt er að bjóða vinnuveitendum aftur á frekari fundi til að ræða framkvæmd og vinna að frekari þróun á samstarfinu með það að markmiði að styrkja samvinnu um nám og þjálfun í greininni.
Safnið öllum ábendingum um það hvernig er hægt að bæta samstarfið eftir viðburðinn. Greinið endurgjöfina með opnum huga og breytið og bætið framkvæmdina þannig að næst verði viðburðurinn betri og árangursríkari.
Vinnuveitandi
Segðu skoðun þína um gildi fundanna og hvernig á að vinna þetta áfram.
Ráðleggingar
Reynslan sýnir að svona fundir ættu ekki að vera meira en tvær klukkustundir. Lengri fundir hindra það að vinnuveitendur komist eða taki frá tíma til að sitja svo lengi og tvær klukkustundir er nægilegt að fá fram uppbyggileg skoðanaskipti. Það er betra ða halda tvo styttri fundi heldur en einn langan.
Það að halda nokkra eða reglulega fundi með þessu móti gefur samfellu og þau sem mæta fá tíma til að hugsa málin og fá viðbrögð frá öðrum starfsmönnum fyrirtækjanna.
Ef að svona viðburðir eru haldnir með fulltrúum mismunandi starfsgreina þarf að passa í hverjum hópi sé fólk úr sömu faggrein. Hugmyndin er að hóparnir fái að ræða saman, mynda tengsl og samstarf og þess vegna er mikilvægt að velja vandlega hvernig hóparnir eru skipaðir.
Hér var áherslan á að benda á og velja fólk til umhugsunar um umhverfisvænar vörur og meðvitund meðal vinnuveitenda, fagmanna, kennara og nemenda. Þetta viðfangsefni var valið vegna þess að það er mikil eftirspurn eftir slíkum vörum og aðferðum og aukin umhverfisvitund meðal bæði þeirra sem kenna og þeirra sem starfa í hársnyrtiiðn. Hugmyndin var að sýna Grænum hársnyrtistofum athygli og sýna nemum, kennurum, vinnuveitendum og söluaðilum hvaða hugmyndafræði lægi að baki þeim.
Undirbúningur
Starfsnámsskóli
Það þarf að skipuleggja fjarfund með vinnuveitendum og ákveða hvert viðfangsefnið á að vera og hverja á að fá til að fjalla um það. Hvar á að halda viðburðinn (í skólanum eða í fyrirtæki) og hverjir ættu að sækja viðburðinn, einnig hvernig á að skipta kostnaðinum við viðburðinn.
Þar sem hugmyndin er að læra nýja hluti um fagið, í þessu tilviki um Græna hársnyrtingu, er mikilvægt að samkomulag sé um hverjum á að bjóða að kynna málefnið. Það þarf að vera sammæli um markmið og kostina við að gera þetta. Fundarboð eða boðsbréf þarf að segja eitthvað um hverju þið viljið ná fram með viðburðinum. Tryggið að gesturinn fái allar upplýsingar til að geta undirbúið sig og viti hver áherslan er svo umfjöllunin styðji áherslurnar.
Vekjið athygli á viðburðinum með góðum fyrirvara svo að þeir sem hafa ekki komið áður eða tekið þátt í undirbúningi geti líka komið. Viðburðurinn mun líklega leiða til nýrra sambanda við fyrirtæki sem ekki hefur áður verið starfað með.
Það þarf að halda þetta þannig að það rekist ekki á við stundatöflur kennara eða nemenda svo þeir komist.
Fundarherbergið þarf að vera nægilega stórt til að geta haldið kynningu og helst hafa frammi sýnishorn sem hægt er að skoða, lykta af og fá tilfinningu fyrir. Á dagskránni þarf að vera tími til að þátttakendur geti hist, spjallað og tengst. Þetta er hægt að gera meðal annars í kaffihléi.
Vinnuveitandi
Mikilvægt er að hafa aðgang að fjarfundum og að tengingin ráði við það, líka að hægt sé að nota þannig skjái að maður sjái fólk og t.d. glærur sem er verið að sýna.
Framkvæmd
Starfsnámsskóli
Við upphaf viðburðarins þarf að bjóða alla velkomna, kynna hugmyndina um viðburðinn, hvernig hann fer fram og hverjir eru gestir eða fyrirlesarar.
Það þarf að tryggja að fundarherbergið uppfylli kröfur gestsins (gestanna) varðandi aðstöðu og tækni. Látið fyrirlesarann leiða sinn hluta, gefið tíma fyrir óformlegt spjall, passið að spurningar fái að koma fram, þátttakendur geti komið með ábendingar og tillögur og ef mögulegt er fái að nálgast vörur sem eru til sýnis.
Markmiðið er að viðburðurinn veki meðvitund þátttakenda um nýjustu þróun og stefnur í starfsgreininni og stuðli að tengslum milli vinnuveitenda, kennara og nema. Slík tengsl í þessu umhverfi er gott innlegg í frekari samvinnu og samstarf. Ennfremur geta nemar myndað tengsl sem geta hjálpað þeim við að finna pláss á samningi. Okkar viðburður hafði það markmið að tengja alla aðila við umhverfisvitund í starfsgreininni og hvernig umhverfisvænar vörur bæta bæði umhverfið í heild en ekki síst starfsaðstæður fólks í greininni þannig að fólk geti starfa(ð) lengur við fagið.
Vinnuveitendur.
Þurfa að vera tilbúnir til að hlusta og leggja sitt af mörkum í umræðuna.
Eftir viðburðinn.
Starfsnámsskóli
Eftir viðburðinn er mikilvægt að fá viðbrögð frá þátttakendum og gestum. Farið í gegnum ábendingar og athugasemdir með opnum huga og notið þegar næsti viðburður er skipulagður.
Það þarf að greina hugsanleg áhrif sem svona viðburðir geta haft á nám, þjálfun og færni þeirra sem taka þátt og átta sig á því hvort viðburðurinn hefur leitt til nýrra tengsla milli þeirra sem starfa í skólanum, vinnuveitenda, fagmanna og nema.
Vinnuveitandi
Þarf að gefa ábendingar um það hversu vel tókst til, hvað var nytsamlegt og hvað ekki. Líka að taka þátt í að ákveða hvað á að gera í framhaldinu.
Ráðleggingar
Að nýta fjarfundi getur verið eitthvað sem starfsmenn skólans eru vanir en það er ekki víst að allir vinnuveitendur hafi sama tæknilæsi eða aðstöðu þannig að það mikilvægt að aðstoða, skrá sig snemma á fundinn til að geta aðstoðað fólk sem er að tengjast fundinum.
Sem starfsnámsskóli eða miðstöð starfsnáms er mikilvægt að hlúa að og bregðast við mismunandi þörfum neytenda og fagmanna í greininni og taka tillit til þess þegar svona viðburðir eru skipulagðir. Þegar valið er viðfangsefni fyrir svona viðburð er mikilvægt að skólinn og vinnuveitendur finni og séu sammála um sameiginlegan áhuga eða þörf sem viðburðurinn getur mætt.