Aðferð 7: Tala, tala , tala.

Kynning

Þjálfa samtal þriggja aðila!   Þegar vinnuveitendur og starfsnámsskóli vinna saman við að þroska færni nema þurfa allir aðilar að vera meðvitaðir um það hvað er að gerast og hvernig samvinnan fer fram.  Regluleg samskipti allra aðila viðheldur gagnsæi og leiðir til árangursríkrar samvinnu.  Þetta getur falið í sér formleg og óformleg samskipti með skipulögðum fundum og óformlegum samræðum til að átta sig á stöðunni og til að byggja upp öflugt samstarf.

cases singing from the same hymn keep talking

Dæmi um – Tala, tala, tala – sem voru prófuð í VET@work verkefninu.

Hér er um að ræða viðburð sem er skipulagður í húsnæði starfsnámsskóla þar sem stjórnendur skólans, kennarar, nemar, vinnuveitendur og starfsmentorar taka þátt.  Markmiðið er að vinna saman að því að skipuleggja innihald, framkvæmd og tímaramma fyrir námskrá í starfsgrein.  Að auka meðvitund allra aðila og tryggja að námskráin mæti þörfum vinnuveitenda / starfsgreinarinnar.    Námsstofur eru til að fylgja eftir skipulagsdögum.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Það þarf að útbúa dagskrá sem leyfir umræðu og gefur sem flestum tækifæri til að setjast niður og ræða og koma sér saman um innihald námskrár og hvernig námið fer fram.  Þátttakendur ættu að vera stjórnendur og  deildarstjórar úr skólanum, kennarar vinnuveitendur, starfsmentorar og nemar.   Allar kynningar og upplýsingar ættu að vera með þeim hætti að allir aðilar skilji og mikilvægt er að senda efnið til allra með góðum fyrirvara.

Vinnuveitandi
Þarf að sjá til þess að vinnuveitendur viti um viðburðinn og að þeim sé örugglega boðin þátttaka og að þeir hafi raunverulega eitthvað að segja um það hvernig námið fer fram.  Bjóðið öllum og ekki bara þeim sem eru jákvæðir í garð starfsnáms og samstarfs skóla og vinnustaða.

Nemar
Þurfa undirbúning fyrir viðburðinn til að geta rætt saman og safnað skoðunum nemenda.  Þetta gæti falið í sér að tilnefndir séu fulltrúar nemenda til að koma röddum þeirra til skila.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Það þarf að byrja á inngangi og kynningu á fyrirkomulagi viðburðarins.  Þátttakendur eru beðnir um að sitja við hringborð og hvert þeirra þarf að hafa að minnsta kosti kennara, vinnuveitanda og nema.  Hringborðin þurfa að fá nægan tíma til að spjalla og nálgast sameiginlega niðurstöðu.  Það þarf að tryggja að allir skilji lykilhugtök og lykilatriði á sama hátt þegar rætt er um þau.  Þátttakendur deilda með öllum hópnum helstu niðurstöðum af hverju borði.  Mikilvægt er að það sé hægt að ræða óformlega líka t.d. í kaffihléi eða við máltíðir.  Mikilvægt er að ræða og komst að samkomulagi um það hvernig hægt er að halda samvinnunni áfram í framtíðinni.

Vinnuveitandi
Það þarf að hvetja þá til að segja skoðanir sínar um þjálfunina og námið og hvetja þá til að koma undirbúnir með lausnir frekar en að hafa eingöngu uppi neikvæða gagnrýni á það sem skólinn og menntamálayfirvöld gera.

Nemar
Nemum þarf að líða þannig að þeim sé óhætt að lýsa skoðunum sínum og bekkjarfélaga þeirra.  Þeir ættu að reyna að horfa á námið og námskrána í heild án þess að þurfa að fara út í of mikil smáatriði.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Það þarf að senda samantekt um viðburðinn til allra þátttakenda.  Helst að nota samskiptaleið á netinu þar sem hægt er að halda áfram samskiptum og vera vissum að allir aðilar viti hvenær skipulagsdagur verður haldinn í framhaldinu.  Allir þeir sem hafa lagt til málanna þurfa að sjá að í þeim hafi heyrst og að skoðanir þeirra hafi verið teknar með.

Vinnuveitendur
Þurfa að halda áfram að lýsa skoðunum sínum og styðja þróun námskrárinnar með því að vera í samvinnu við starfsnámsskólann og koma á framfæri uppbyggilegum athugasemdum og ábendingum um endurbætur.

Nemar
Eftir viðburðinn ættu nemar að koma upplýsingum til þeirra sem höfðu ekki mætt til að ganga úr skugga um að raddir þeirra hafi heyrst og hægt sé að skoða hvort hlutirnir batna eða breytast í þá átt sem beðið var um.

Ráðleggingar

Til að samstarfið virki betur er gott að senda þátttakendum fyrirfram allt efni sem á að fjalla um og vinna með á fundinum.  Það er líka hægt að skipuleggja svona viðburð hjá einhverju fyrirtækinu eða halda skipulagsdag sem fjarfund.

Verið viss um að fundir verði haldnir reglulega og að allir sem hafa áhuga eða aðkomu að málinu fái fundarboð.  Það verður að muna eftir að bæta nýjum vinnuveitendum og starfsmentorum á listann, að minnsta kosti ef þeir sýna minnsta áhuga.

Margar menntastofnanir horfa frekar inn á við þegar reynt er að veita góða menntun.  Til að koma af stað samstarfi við vinnuveitendur þarf að horfa meira út fyrir stofnunina.  Þetta krefst þess að til verði gott samstarfsnet.  Í Lelystad í Hollandi er það að byggja upp sterkt samstarfsnet orðið að hluta af samstarfi vinnustaða og skólans.

Í iðnaði og viðskiptum er það venja og hefur reynst áhrifaríkt að hafa samstarfsnet.  Frumkvöðlar hitta hvern annan og fulltrúa stjórnvalda eða almannasamtaka. Á ráðstefnum, samstarfsfundum, í starfsgreinasamtökum og á svipuðum vettvangi er hægt að hitta fólk í afslöppuðu umhverfi.  Þarna verða sambönd til og samstarf til framtíðar byggist upp.  Ýmis verkefni fara til þeirra sem fólk þekkir og þeirra sem þekkja það fólk.  Góð meðmæli og orðspor skipta máli.

Í Lelystad eru svona samstarfsnet orðin hluti af samstarfi skóla og vinnustaða.  Fulltrúar iðnaðar og kennarar mynda virk samstarfsnet.  Til viðbótar eru skipulagðir viðburðir með það að markmiði að stuðla að því að stækka samstarfsnet byggð á fyrirliggjandi samstarfi skóla og vinnustaða.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Menntastofnun þarf að gæta að því að það að mynda samstarfsnet sé raunverulegur hluti af starfi stofnunarinnar.  Setja þarf einhvern tíma og peninga í þetta viðfangsefni.  Gott er að skipuleggja viðburð sem er samsettur úr upplýsingagjöf, þekkingarmiðlun og afslöppun.  Sérstaklega ætti afslöppunarhlutinn að vera eitthvað sem vinnuveitendur myndu vilja taka þátt í.  Fundurinn gæti þannig orðið kærkomin breyting á annasömu daglegu lífi.  Góður matur og drykkur skipta vissulega máli hér.

Dagsetningin þarf að henta sem flestum, það þarf að skoða hvað annað er á dagskrá þennan dag og að það stangist ekki á.  Það þarf að passa að tímasetningin passi frumkvöðlunum, stundum seinni part dags eða að kvöldi til.

Hafið samband við mikilvægustu vinnuveitendurna til að ákveða með þeim stað, dagsetningu og tíma.  Fundarboð og boðsbréf þurfa að fara til viðtakenda með góðum fyrirvara og gott er að senda orðsendingu seinna til að minna á viðburðinn.  Dagskráin þarf að vera tímasett og ekki of þröng svo tími sé fyrir óformleg samtöl og tengsl og mikilvægt er að upplýsingahluti dagskrárinnar sé áhugaverður.  Hugsanlega ætti að fylgja gjöf til þátttakenda, ef til vill gjafapoki, bæklingar eða annað.

Kennarar og aðrir frá skólanum þurfa að vera tilbúnir til að mæta utan stundatöflu.  Þess vegna er mikilvægt að fullvissa þá um að  svona viðburðir séu mikilvægir og hafi skilgreind markmið.

Vinnuveitandi
Þeir þurfa að vera vissir um að þessir viðburðir séu gagnlegir og nauðsynlegir svo að fólk sé tilbúið að verja tíma sínum í svona viðburði.  Áhugaverð dagskrá er líklegri til að sannfæra vinnuveitanda um að taka þátt.  Þar þurfa líka að koma til möguleikar á að hitta fólk úr starfsgreininni og mynda áhugaverð ný tengsl.

Nemar
Nemar geta tekið þátt í að skipuleggja viðburðinn.  Þeir geta komið að flutningum, stjórnun, kynningu og veitingum.  Nemar þurfa að undirbúa sig fyrir viðburðinn.  Hvernig vilja þeir kynna sig og hvernig þeir vilja koma öðrum fyrir sjónir?  Það eru hugsanlega ekki mjög mörg tækifæri til að koma sér á framfæri. Hugsanlega er framtíðar vinnuveitandi að taka þátt í viðburðinum.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Það þarf að undirbúa alla sem taka þátt frá skólanum fyrir það að mynda samstarfsnet.

  • Hafið nafnspjöld og ekki vera spör á þau.  Ekki sitja bara í rólegheitum meðal samstarfsmanna, reynið frekar að hitta nýtt fólk.
  • Þetta er tilefni til að mynda samstarfsnet þannig að það er fullkomlega eðlilegt að kynna sig fyrir ókunnugum.  Ekki bara afhenda nafnspjöld eða slíkt heldur biddu aðra um þau.
  • Það að vera áhugasamur um aðra er gott en það þarf líka að segja frá sjálfum sér.
  • Myndaðu ný tengsl en haltu sambandi við þá sem þú varst komin(n) með tengsl við áður líka.  Það að leyfa öðrum að vita um þróun mála hjá þér í góðu andrúmslofti  getur líka kallað fram áhugaverða hluti í samstarfi.

Vinnuveitandi
Margir þeirra eru vanir að taka þátt í slíkum samstarfsviðburðum.  Oftast eru það fyrirtæki á fyrirtæki en ekki samstarf við skóla.

Ráðleggingar til vinnuveitenda er líka að undirbúa sig.  Sem vinnuveitandi, hverju viltu ná fram?  Við hverja viltu ná sambandi?  Ekki bara koma með þínar eigin hugmyndir heldur líka sýna áhuga á viðburðinum og hugmyndum sem koma frá skólanum.  Að sjálfsögðu þarf að muna eftir nafnspjöldum.

Nemar.
Mikilvægt er að sýna sínar bestu hliðar.  Taktu hlutverk þitt alvarlega og vertu gestrisinn við þátttakendur.  Nemi með framtíðarsýn hefur líka nafnspjöld meðferðis til að afhenda áhugaverðu fólki.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Að sjálfsögðu erum við hamingjusöm ef samstarfs viðburðurinn tókst vel og flest fór eins og ráð hafði verið fyrir gert.  Það er heilmikið að græða á svona viðburðum.  Hvaða upplýsingar fengust?  Náðist að fá fram áhugaverðar hugmyndir?  Hvaða sambönd eru áhugaverð?  Hvernig er hægt að fylgja þessu eftir?  Hver tekur af skarið?

Það þarf líka að meta viðburðinn með samstarfsfélögum og þeim nemendum sem tóku þátt:  Hvað gekk vel, hvað er hægt að bæta?  Gott er að senda gestum orðsendingu til að þakka fyrir þátttökuna og biðja um endurgjöf um skipulag og innihald viðburðarins, nota svörin svo þegar næsti viðburður er skipulagður.

Það er mikilvægt að halda sambandi við aðila sem maður hittir.  Hægt er að nota margar leiðir, samfélagsmiðla eða tölvupóst.  Ný sambönd geta orðið til þess að hægt sé að koma á meira og nýju samstarfi milli skóla og vinnustaða.

Vinnuveitandi
Þurfa að hugsa um ný tækifæri til samstarfs við starfsnámsskóla.  Betur menntaðir og þjálfaðir nemar munu passa betur við vinnustaðinn.  Hægt er að skapa meiri áhuga nema á vinnustaðnum og starfsgreininni.  Hægt er að fá fleiri og hæfari starfsmenn í framtíðinni.

Nemar
Þurfa að meta viðburðinn með kennurum.  Hver var lærdómurinn?  Hvað gæti tekist betur næst?  Hittir þú áhugavert fólk og hvernig gætir þú haldið sambandi við það?

Ráðleggingar

Reynið að tryggja að allir þátttakendur hafi nafnspjöld eða annað til að dreifa upplýsingum um sig.Vekið athygli á því að allir þurfa að leggja sig fram um að halda sambandinu áfram.

Það skiptir miklu máli að fulltrúar starfsnámsskóla þurfa að vera meðvitaðir um aðstöðu vinnuveitenda og vera tilbúnir til að koma til móts við þá.  Sumir tímar vikunnar sem gætu hentað skólanum vel eru hugsanlega mjög erfiðir fyrir vinnustaðina.

Scroll to Top