Aðferð 3: Að syngja sömu laglínu

Kynning

Fáðu fólk með þér.  Vinnuveitandi vill kannski byrja á samstarfi við starfsnámsskóla eða miðstöð starfsnáms, sérstaklega í stórum greinum eða þar sem vantar fagfólk til starfa.  En til að samstarf verði árangursríkt þarf að fá alla aðila með, stjórnendur vinnustaðar og skóla, lykil starfsmenn á vinnustaðnum og deildarstjóra og kennara í skólanum.  Það þarf að passa að samskiptaleiðir séu skýrar og allir aðilar séu með í samstarfinu.

cases singing from the same hymn keep talking

Dæmi um  aðferðir um Að syngja sömu laglínu sem voru prófaðar í verkefninu.

Hugmyndin bak við skipulagsdaga var að fá alla aðila saman að borðinu(starfsnámsskóla, kennara, nema, starfsmentora og vinnuveitendur) til að ræða og skipuleggja óskir og vonir um námskrána.  Skipulagsdaga er hæg að skipuleggja í skólanum eða í einhverju fyrirtækinu.

Markmiðið var að ná betri skilningi á stöðu hvers annars og hvaða óskir mismunandi aðilar hafa þegar unnið er að því að skipuleggja og vinna eftir núverandi námskrá.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Mikilvægt er að fá alla starfsmenn sem koma að kennslunni í faginu til að taka þátt í viðburðinum.  Það þarf að vera nægur tími til að ræða og skrifa niður ábendingar og tillögur.  Það þarf að ræða viðburðinn við vinnuveitendur og kynna þeim hugmyndina og markmiðin með viðburðinum.  Biðjið kennara um að benda á nokkra nema sem geta skýrt viðhorf þeirra og komið þeim á framfæri.  Allir þátttakendur þurfa að fá dagskrána með góðum fyrirvara, vita um markmiðin og geta séð námskrána til að geta undirbúið sig.

Vinnuveitandi
Þurfa að tilnefna fulltrúa í starfsliði til að taka þátt í þessum viðburði.  Viðkomandi þurfa að kynna sér námskrána, dagskrána og markmiðin með viðburðinum.  Það þarf að gera ráð fyrir að hliðra í vinnu og dagskrá þeirra til þannig að ekkert hindri að viðkomandi starfsmenn geti tekið þátt.

Nemar
Fulltrúar nemenda þurfa að hlusta á hvað aðrir nemar segja um hvernig starfsnám fer fram og hvað þeim finnst vera helst til trafala eða hvað hindrar þá í náminu.   Á meðan viðburðurinn fer fram munu fulltrúar nemenda vera rödd fyrir nemendur og þura að geta komið þeirra skoðunum til skila um hvarnig hægt væri að bæta starfsnámið, samvinnuna og gera það aðgengilegra fyrir alla.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Skólinn kynnir viðburðinn og markmiðin fyrir þeim sem taka þátt.  Skólinn kynnir námskrár og fjallað er um þær væntingar sem menntamálayfirvöld hafa til námskránna.  Eftir þessa almennu kynningu sér skólinn um að skipta þátttakendum í vinnuhópa þar sem fulltrúar skóla, kennara, nema, starfsmentorar og vinnuveitendur koma saman.  Umræðurnar fara fram í hringborði, einn meðlimur á hverju borði er valinn ritari til að taka niður helstu atriðin sem koma fram og annar er tilnefndur fundarstjóri eða talsmaður hópsins og kynnir niðurstöður hópsins.  Út frá niðurstöðunum er ákveðið hvort og hvenær næstu samráðsfundir verða haldnir og hvaða málefni verða tekin fyrir.  Áherslan þarf að vera á námskrárnar og hvernig má bæta samstarfið þannig að það styrki þjálfun og þroskun nemanna.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur taka þátt í viðburðinum með þeim starfsmönnum sínum  sem koma að þjálfun nema og samstarfi við skóla.  Fulltrúar vinnustaðanna lýsa þeirra raunveruleika, þörfum og óskum í hringborðsumræðunum og benda á hvers konar kennslufræðilegan og uppeldislegan stuðning þeir geta gefið kennurum og nemendum þegar að því kemur að fara eftir námskránni.

Nemar.
Nemar þurfa að lýsa skoðunum sínum og upplifunum sem byggjast á þeirra eigin reynslu og þeim óskum og væntingum sem þeir hafa til náms og þjálfunar.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Skólinn sendir matslista til þátttakenda í viðburðinum og notar niðurstöðurnar úr matinu til að betrumbæta komandi skipulagsdaga.  Skólinn sendir öllum þátttakendum samantekt um það sem kom fram og hvað fólk lærði ásamt ákvörðunum sem voru teknar á fundinum eða útbýr og sendir slóð á vefsíðu með öllum niðurstöðunum.
Slíka vefsíðu er líka hægt að nýta til að skipuleggja næstu viðburði.

Vinnuveitandi
Vinnuveitandinn þarf að dreifa upplýsingum um viðburðinn og niðurstöður hans til þeirra starfsmanna sem gátu ekki tekið þátt.  Vinnuveitandi og þeir starfsmenn sem tóku þátt fylla út matslista og koma svörunum til skila.

Nemendur
Nemendurnir þurfa að deila upplýsingum og þekkingu sem þeir öðluðust til annarra nemenda og  fylla út matslista og koma svörunum til skila.

Ráðleggingar

Við mælum með því að starfsnámsskólar og vinnuveitendur velji í vinnuhóp skipaðan fulltrúum skólans, kennara, nemenda, starfsmentora og vinnuveitenda.  Það er á ábyrgð þessa hóps að móta áætlun um það hvernig á að koma í verk niðurstöðunum frá skipulagsdeginum, skipuleggja næstu fundi og næstu skref.

Þjálfun á vinnustað er oft byggt á sambandi nemans við beinan verkstjóra.  Til að ná fólki með í árangursríkt starf er mikilvægt að allir starfsmenn skilji mikilvægi og gildi reynslu á vinnustað.  Það þarf líka að kom ofanfrá.

Marmiðið með verkefninu var að skapa námsmenningu í öllu fyrirtækinu sem styður færniþjálfun sem hluta af grunngildum og starfsemi fyrirtækisins.

Undirbúningur fyrir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Það er mikilvægt að ræða við fyrirtæki á mismunandi þrepum í ábyrgðarstiganum til að tryggja að allir starfsmenn líti svo á að þeir séu þátttakendur og beri ábyrgð á þjálfun nema.  Á upphafsfundi með yfirmönnum er rætt um sýn þeirra á og hlutverk í þjálfun í fyrirtækinu.  Það mætti líka hafa mannauðsstjóra með til að fá innsýn í það hvaða máli fagleg þróun og nýting á hæfileikum skiptir.  Það gefur líka tækifæri til að koma á hreint væntingum um námssamninga og benda á hugsanlegar hindranir sem mætti búast við.

Vinnuveitandi
Til að helga sig því að styðja við atvinnureynslu og námssamning er mikilvægt að vinnuveitandinn fái eins mikla þekkingu og mögulegt er um hvað það þýðir og hvað þarf að gera til að stuðla að því að þjálfunin takist vel.  Vinnuveitandi ætti líka gea öllum starfsmönnum ljóst hvað er á döfinni og hvaða hlutverk samstarfsmenn hafa við að styðja við þjálfunina.

Nemar ættu að kynna sér starfsgreinina og vinnustaðinn eins vel og hægt er.  Þetta er hægt að gera á netinu og nýta þá sem þekkja til vinnustaðarins sem verður fyrir valinu.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Við byrjun vinnustaðadvalarinnar er mikilvægt að vera í reglulegu sambandi til að vera viss um að þjálfunin fari vel af stað.  Þetta þýðir að vera í reglulegum samskiptum við fyrirtækið og viðeigandi starfsmenn en líka við nemann.

Vinnuveitandi
Allir sem hafa samband við nema í þjálfun eða á reynslutíma þurfa að skilja væntingar til þjálfunarinnar og hvað hún felur í sér.  Tryggja þarf að til  staðar sé kerfi til stuðnings, meðal annars ákveðinn starfsmentor nemans.

Nemar
Nemar þurfa að sýna vilja og skuldbindingu við þjálfunina með því að ræða strax við starfsmentorinn ef þeir hafa áhyggjur eða þurfa stuðning.  Mikilvægt er að halda reglulegu sambandi við starfsnámsskólann til að koma því til skila hvernig þeim líður og hvernig þjálfunin gengur.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Skoðar árangur þjálfunar og heldur reglulega fundi aðilanna þriggja þar sem allir geta lýst því hvernig vinnustaðadvölin gengur.

Vinnuveitandi
Þarf að tryggja að allir viðeigandi hlutar fyrirtækisins geti komið á framfæri viðbrögðum við því hvernig nám og þjálfun mætir þörfum þeirra og hversu vel vinnustaðadvöl nemanna fellur að markmiðum fyrirtækisins.  Það þarf að tryggja að starfsmentor sé í reglulegu samband við nemann og starfsnámsskólann.  Taka þarf frá tíma til að vega og meta þjálfunina og þau mál sem koma upp.

Nemar
Þegar vinnustaðadvölin er búin þarf að meta kosti og galla og koma matinu til skila – það mun koma næstu nemum til góða og vera tækifæri til að leiðrétta mistök.

Ráðleggingar

Það er mikilvægt að tryggja að allir viti um þann stuðning sem er nauðsynlegur og það þarf að koma því til leiðar að allir séu að taka þátt til fulls.  Það að tengja nemadvöl við gildi fyrirtækis og áætlanir þess um þróun er líklegt til að gera þjálfun að eðlilegum hluta af áætlunum og starfi fyrirtæksins.

Byggingadeild VMA vill koma á fagráði og samstarfi deildarinnar og fyrirtækjum í mannvirkjagerð á svæðinu.  Eitt af markmiðunum er að útskrifa fleiri nema sem eru tilbúnir í nútíma starfsemi á grundvelli faglegrar færni og hæfni.

Það er mikilvægt að upplýsa alla um það sem er gert, bæði í skólanum og á vinnustöðum.  Hvað er skólinn að gera vel og hvað þarf að bæta þar?  Hvað þarf atvinnulífið og hvað vill það?  Þurfum við að breyta námskrám eða verkefnum í náminu?  Eru einhver ný efni svo sem utanhússklæðningar sem þarf að kynna fyrir nemendum?  Stundum er mikilvægt að fá þjálfun fyrir kennara og tæknilega þekkingu frá fyrirtækjum.  Nýta sérfræðiþekkingu allra.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Skólinn þarf að skoða og ákveða:  Hverjum á að bjóða?  Hvaða tími og staður hentar?  Hvers konar umræða ætti að fara fram og hvernig ætti dagskráin að vera, hópavinna, námskeið eða hvað?
Mikilvægt er að finna rétta fólkið með viðeigandi þekkingu og útvega veitingar.

Atvinnurekandi
Þarf að vera tilbúinn að vera með og gera uppbyggilegar athugasemdir um námskrána og verkefnin og hafa með sér ábendingar frá öðrum atvinnurekendum sem komast ekki.

Nemar
Það þarf að velja fulltrúa nemenda sem geta komið á framfæri skoðunum þeirra almennt og gæta þess að mismunandi skoðanir heyrist.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Mikilvægt er að á fundarboði og dagskránni sé stutt kynning á þeim málefnum sem eru á dagskrá.  Ef þarf að ljósrita eða útbúa annað efni þarf að hafa það til.

Gott er að hafa mismunandi námskeið eða vinnustofur, t.d. hvað er skólinn að gera vel og hvað þarf að bæta.  Tilnefna þarf ritara fyrir hvern hóp til að ná niður aðalatriðunum í því sem kemur fram.  Eftir á þarf að útbúa samantekt og senda þátttakendum.

Vinnuveitandi
Þarf að gera uppbyggjandi athugasemdir varðandi þróun námskrárinnar og vera tilbúinn til að lýsa því sem hann hefur heyrt í samtölum við aðra atvinnurekendur.

Nemar
Þurfa að fá tækifæri og nýta það til að lýsa því hvað þeim finnst takast vel og hvað þarf að bæta.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Ætti að koma á fót fagráði til að meta hvort námið og verkefnin í náminu eru í takt við þarfir atvinnulífsins og fagmanna.  Mikilvægt er að tryggja að allir tali sama tungumálið um faglega þætti og um það sem fram fer í skólanum svo allir skilji um hvað er rætt og hverjar skoðanir fólks eru.  Dreifa þarf niðurstöðum fundanna og tryggja að unnið sé í takt við ábendingarnar þannig að starf fagráðsins hafi áhrif.

Vinnuveitandi
Þarf að halda áfram að styðja við samstarfið og deila niðurstöðum og pælingum með öðrum vinnuveitendum í greininni.

Nemar
Þurfa að koma skilaboðum til annarra nemenda um það hvað verður gert eftir umræðuna.

Ráðleggingar

Mikilvægt er að koma á fagráði og skipulagðri samvinu við fyrirtækin í greininni.  Það þarf að fá tækifæri til þjálfunar og tæknilega þekkingu til að geta lagfært námskrána er þörf er á því.  Mikilvægasta markmiðið er að geta útskrifað fagfólk með fingurna á nútímanum í greininni.

Scroll to Top