Aðferð 6: Að horfa áfram – störf í framtíðinni.

Kynning

Þessi aðferð felur í sér að skipuleggja starfsferil fyrir störf framtíðar.  Við lifum í umhverfi þar sem lífsstarf er ekki gefið.  Starfsnám í nútíðinni þarf að fela í sér að nemendur sjái þá möguleika sem eru fólgnir í ákveðnu fyrirtæki eða í starfsgreininni svo hægt sé að afla sér færni fyrir störf sem eru ef til vill ekki til ennþá.  Að hafa slíka langtímasýn hjálpar nemum og örvar þá.  Það að nemar fái tækifæri til að fylgjast með starfsfélögum eða sækja starfamessur eykur líkurnar á slíkri sýn.

cases looking forward

Dæmi um það að horfa áfram – störf í framtíðinni, sem voru skoðuð í verkefninu VET@work.

Þegar ungt fólk byrjar í starfi er það ekki endilega meðvitað um möguleikana sem eru í boði og hvaða hlutverk þau þurfa líklega að reyna sig við.  Hér er aðferð til að ungt fólk fái að reyna sig við mismunandi störf innan stofnunar eða fyrirtækis sem þau velja.

Í fyrirtæki í Herefordshire í Englandi fá nemar tækifæri til að reyna sig við ýmis störf gegnum nokkurs konar starfahringekju milli deilda í fyrirtækinu.  Þetta felur í sér reynslutíma í starfi í mismunandi hlutum fyrirtækisins.  Venjulega er nemi 3 – 6 mánuði í hverri deild og kynnist hvers er krafist, fylgist með starfsfélögum og leggur sitt til vinnunnar.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Val á nemanum er sérlega mikilvægt.  Nemi sem stendur sig vel mun dvelja 6 vikur við að fylgjast með og læra um sérstök hlutverk.  Starfsnámsskólinn ætti að veita eins miklar upplýsingar og mögulegt er og tengjast vinnuveitandanum til að staðfesta fyrirkomulagið.

Vinnuveitandi
Það þarf að skipuleggja þetta mjög vel,  neminn mun ganga til liðs við teymi þar sem þarf að vinna ýmis verk en það þarf að leyfa nemanum að reyna sig við margvísleg hlutverk í fyrirtækinu.  Það þarf að passa að lykilstarfsmenn geti sinnt nemanum og leiðbeint honum.

Nemar
Þeir þurfa að vera tilbúnir til að fara inn í margar deildir og upplifa allt sem fer fram þar.  Það mætti líta á þetta eins og neminn sé að fylgjast með en það þarf að gera þá kröfu að neminn sé mikilvægur fyrirtækinu og leggi sinn hluta til við starf þess.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Skólinn þarf að vera í reglulegu sambandi við vinnuveitandann og nemann til að tryggja að ferlið virki og fái jákvæðar viðtökur.

Vinnuveitandi
Það er mikilvægt að allir starfsmenn viti til hvers er ætlast af nemanum á meðan hann er í ákveðinni deild.  Vinna nemans þarf að vera skipulögð þannig að hún sýni breidd þeirra starfa sem tilheyra hverri deild.

Nemar
Nemar fá tækifæri til að upplifa margvíslega færni og eru metnir jafnóðum og fá þannig endurgjöf.  Eftir hverja stöð fær neminn endurgjöf og lýsir líka hugmyndum sínum og reynslu af  störfunum og hvernig honum líst á þau.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Skólinn ætti að vera í sambandi við vinnuveitanda og nema til að fá endurgjöf um ferlið, hvað tókst vel og hvað þarf að bæta fyrir næstu nema.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur þurfa að veita nemanum uppbyggilega endurgjöf en líka meta ferlið og tryggja að hægt sé að bæta það.

Nemar
Starfahringekjan er metin og neminn hefur fengið breiðari reynslu til að geta betur komið auga á mögulega starfsmöguleika ef og þegar þeir koma fyrir.

Ráðleggingar

Þessi nálgun er ekki fyrir alla – vinnuveitendur og nema.  Hún þarf mikla skipulagningu og undirbúning.  Allar deildir þurfa að taka fullan þátt og vera tilbúnar að veita stuðning og leiðbeina nemanum þegar hann er hjá þeim.

Það þarf að viðurkenna að til að fá sem mest út úr vinnustaðadvölinni þarf að líta á nemann sem liðsmann í teyminu en þó ekki í lykilhlutverki því annars getur neminn ekki færst úr deildinni.

Í Hollandi er mikil áhersla á nýjungar og tæknilega framþróun.  Úr þessu koma ekki bara tækninýjungar heldur líka nýjar greinar, starfsgreinar og hlutverk.  Í Harderwijk er verksmiðja sem gerir ýmsa flutningastarfsemi sjálfvirka.  Í verksmiðjunni eru byggð vélmenni sem vinna, meðal annars, í bílaframleiðslu og vöruhúsakerfum.  Við þessa þróun á framleiðslu og notkun á vélmennum hafa komið saman greinar t.d.  mekatrónik og tölvunotkun ásamt mjög sérhæfðri þekkingu og færni.  Heilt starfssvið hefur orðið til við notkun vélmenna.

Út frá meðal annars þessu reis svokallaður Tækniklasi (Technology-Pact).  Fyrirtæki og skólar vinna saman að því að þróa nýjar námsleiðir.

Undirbúningur

Starfsnámsskóli
Skólinn þarf að vera opinn fyrir tillögum frá vinnuveitendum.  Þegar öllu er á botnin hvolft er vinnuveitandinn sérfræðingurinn um nýjustu þróun og um þörf fyrir faglega hæfni í framtíðinni.  Ásamt  vinnuveitandanum skoðar starfsnámsskólinn það hvaða grunnþættir í núverandi áföngum koma að notum og hverju þarf að bæta við í áfanga eða hvaða námsgreinar bætast við.  Til viðbótar þarf að skoða vottun og viðurkenningu á námsleiðinni.  Starfsnámsskólinn hefur þekkingu og leiðir til að vinna að þessu.

Vinnuveitandi
Vinnuveitendur koma með yfirsýn um nauðsynlega þekkingu og hæfni úr iðnaðinum.  Hvaða færni þarf að þróa og þjálfa?  Hvaða hæfniþrep þarf að hafa til að geta starfað í iðnaðinum?  Í vélmennatækni voru skilgreind fjögur hæfniþrep:  Umsjónarmaður vélmenna, Vélmennatæknir, Vélmenna verkfræðingur og verkfræðingur með vélmennakerfi sem sérhæfni.  Hæfniþrep EQF 4 til MSc.

Nemar
Innan vélmennagreina fer vinnan mjög oft fram í hópum og byggist á verkefnum.  Nemar þurfa að hafa  undirbúning fyrir slíkt og þurfa að geta starfað sjálfstætt innan slíkra liðsheilda.

Framkvæmd

Starfsnámsskóli
Það er mikilvægt að halda góðu og reglulegu sambandi við vinnuveitendur.  Það er mikilvægt til að geta fínstillt fræðilega og hagnýta hluta námsins og ef mögulegt er að láta þetta fara fram innan fyrirtækjanna.  Skólinn tryggir góða eftirfylgd og leiðbeinir nemum.

Vinnuveitandi
Í fyrirtækinu er komið á fót aðstöðu til að nemendur geti prófað sig áfram.  Aðstaðan er nýtt líka fyrir fyrirtækið til að þróa nýja tækni og nýja notkunarmöguleika.  Tilraunaaðstaðan gefur nemum líka aðstöðu til að vinna að verkefnum.  Þar með hafa þeir aðgang að stuðningi sérfræðinga í fyrirtækinu

Nemar
Vinna í hópum að námi sem er verkefnabundið bæði í skólanum og í fyrirtækjum.

Eftir viðburðinn

Starfsnámsskóli
Þarf að vera í sambandi við vinnuveitandann og meta niðurstöður og frammistöðu.  Þarf að halda áfram að aðlaga námið að tækniþróun og yfirsýn um starfsgreinina.

Vinnuveitandi
Þarf að vera í sambandi við kennara og starfsmentora og þarf að taka þátt í mati á verkefnum og frammistöðu.  Heldur áfram að upplýsa skólann um tækninýjungar og horfur í starfsgreininni.

Nemar
Verið er að þjálfa nema fyrir framtíðarstörf. Þessi störf munu halda áfram að þróast hratt.  Það er þess vegna mikilvægt að nemar séu undirbúnir fyrir að þurfa að hafa það viðhorf að þurfa sífellt að vera að læra, líka eftir útskrift.

Ráðleggingar

Mikilvægt er að starfsgreinar í heild vinni að því að tengja saman skóla og fyrirtæki við að koma til móts við og þróa fagmennsku í framtíðarstörfum.

Scroll to Top