Franska teymið

partner

Mireille Rioual
Head of unit Agricultral sector
Nantes Terre Atlantique

Ég heiti Mireille Rioual og ég vinn við Nantes Terre Atlantique í Frakklandi þar sem ég er kennari í garðyrkjuskóla.  Ég bý úti í sveit og finnst gaman að sjá um garðinn og rækta eigið grænmeti.

Að mínu mati er samstarf um kennsluna mjög mikilvægt af því að nemarnir mínir finna sig oftast ekki vel í skólanum.  Sem kennari þarf maður að reyna að láta þeim líða þannig að skóli og vinnustaður vinni saman, að kennslan sé hliðstæð og stefni í sömu átt bæði í skólanum og á vinnustaðnum.

Ég hef þá skoðun að kennarar og starfsmentorar þurfi að vera jafningjar í augum nemanna, jafnvel þótt tíminn líði fljótar í fyrirtækinu en í skólanum þar sem þarf að taka tíma í að velta hlutunum fyrir sér, útskýra, greina og stíga til hliðar.

Það að vinna með samstarfsaðilunum í verkefninu hefur opnað augu mín fyrir samstarfi skólans og fyrirtækjanna.  Dæmin sem við skoðuðum um samvinnu frá mismunandi löndum voru þannig að þau leiddu mig að því að uppgötva mögulega yfirfærslu á mínar aðstæður en líka að skoða hvað við erum að gera og hvað þarf að þróa.

VET@work verkefnið sýndi mér dæmi um samstarf sem virkar, það gefur hugmyndir og fær mann til að að segja: “Ég ætla að prófa.”  Það hefur líka staðfest að orðatiltækið “Ég ferðast hraðar einn en saman förum við lengra.” er rétt.

Ég heiti Yveline Beraud-Dupalis, ég er kennari í garðyrkju og landmótun við landbúnaðarskóla.  Ég er líka ábyrg fyrir garðyrkjudeildinni.  Áður en ég varð kennari var ég landslagsarkitekt.  Ég bý nálægt Nantes og mér finnst mjög gaman að ferðast, heimsækja garða, kastala, söfn og sýningar.

Mér finnst líka gott að dunda ein við ýmislegt.  Ég hef unnið við NTA síðan í maí 2001 og hef tekið þátt í Evrópuverkefnum t.d. WorkQual og AppMentor.

Nantes Terre Atlantique er opinber starfsnámsskóli nálægt borginni Nantes í vesturhluta Frakklands.  Við bjóðum upp á menntun í landbúnaði, garðyrkju, landmótun og matvælaframleiðslu.

NTA er stærsti opinberi landbúnaðarskólinn í héraðinu Loire Atlantique, undir NTA er framhaldsskóli, starfsnámsskóli á framhaldsskólastigi (LYCEE DU GRAND BLOTTEREAU), miðstöð starfsnáms á vinnustað (CFA JULES RIEFFEL) og fullorðinsfræðsla (CFPPA JULES RIEFFEL).  Um það bil 800 nemar stunda nám við NTA.  Við erum með nema sem eru á samningi í garðyrkju en líka í matvælavinnslu, margir þeirra vilja gjarnan vinna með höndunum og læra á því að vinna.  Það er mjög mikilvægt fyrir skólann að vera í nánu sambandi við fyrirtækin til að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku í samfélaginu.  Við erum ekki bara kennarar; við erum meira menntunarþjálfarar og við vinnum með starfsmentorum við að þróast smám saman í átt að sameiginlegu marki.

VET@work verkefnið gaf mér tækifæri til að víkka þekkingu mína á mismunandi gerðum samvinnu skóla og fyrirtækja.  Með því að fara í heimsóknir í fyrirtæki víða í Evrópu höfum við uppgötvað mismunandi leiðir í samstarfi og það gæti opnað ný sjónarhorn á það sem ég geri með fyrirtækjum í mínu starfi.
Reynslan frá mismunandi stöðum í Evrópu staðfestir að það að þróa samband skóla og fyrirtækja er betri leið fyrir unga nema til að fá tengingu við og kynningu á vinnumarkaðinum.

partners

Yveline Beraud
Head of unit Horticultural sector
Nantes Terre Atlantique

Ég get mælt með VET@work nálguninni af því að viðskiptaheimurinn  og vinnumarkaðurinn breytist hratt og nýjar kynslóðir fagmanna þurfa ekki bara handbækur eða samskiptafærni eða gagnrýna hugsun heldur líka fræðilega þekkingu til að ná árangri.  Samstarf skóla og fyrirtækja er ein af bestu leiðunum til að glíma við þessar nútíma kröfur.

Scroll to Top